Eins og mörgum er kunnugt þá fagnaði söngvarinn Jay Z 45 ára afmælinu sínu á Íslandi fyrir skemmstu. Eiginkona hans Beyonce og dóttir voru með í för en þau lentu á Reykjavíkurflugvelli og tóku síðan strax þyrlu út úr bænum svo færri náðu að bera þau augum heldur en langaði.
Íslenskir ljósmyndarar náðu nánast engum myndum af parinu en þegar einn reyndi að komast að parinu þar sem það dvaldi uppi í sveit var honum vísað í burtu af öryggisvörðum.
Beyonce birti hins vegar á aðfangadag myndir úr ferðinni.
Tengdar greinar:
Beyoncé segir frá öllu í stuttmyndinni Yours and Mine
Taylor Swift fagnaði afmæli sínu með Beyonce og Jay Z
Beyoncé og Jay Z væntanleg til Íslands í desember
Kristín Helga er óumdeilanlega mesti Kardashian aðdáandi Íslands og nærliggjandi landa. Hennar heitasta ósk er að vera vinkona Khloe Kardashian.
Hún hefur áhuga á öllu mögulegu og þar á meðal að lesa og skrifa um fræga fólkið í Hollywood.