Nánast ómögulegt fyrir hana að verða ófrísk

Kim Kardashian hefur talað mikið um það við fjölskyldu og vini að hún og eiginmaður hennar, Kanye West, séu að reyna að eignast annað barn. Læknar segja hins vegar að það séu litlar líkur á því að hún geti orðið ólétt.

Kim og Kanye halda þó enn í vonina þar sem að Kim varð ólétt af North þrátt fyrir að læknar höfðu tjáð henni að hún gæti það ekki. Kim sagði í viðtali við tímaritið Elle fyrr á þessu ári að fyrir nokkrum árum hafi henni verið tjáð af þremur læknum að hún gæti ekki orðið ólétt. Kim var því búin að taka þá ákvörðun að frysta eggin sín þegar hún komst að því að hún væri ólétt af North.

Ég elska það að vera hluti af stórri fjölskyldu – og ég vil að North upplifi það líka. Við förum í glasafrjóvgun ef ekkert gerist en við viljum bæði reyna þetta náttúrulega.

Læknar hafa ráðlagt raunveruleikastjörnunni að minnka flugferðirnar en þær ýta undir stress. Kim ferðast mikið, en í nóvember á þessu ári flaug hún frá Los Angeles til Ástralíu og þaðan til Abu Dhabi og það á einni viku.
Síðustu myndir sem náðust af Kim voru af henni og Kanye þegar þau voru nýbúin í þeirra mánaðarlegu læknisheimsókn en af svipnum þeirra að dæma hafa þau eflaust ekki fengið góðar fréttir.

kardashian-main

Kim-Kardashian-and-Kanye-West

 

Tengdar greinar:

Faðir hennar vissi strax að karlmenn myndu þrá hana

Loksins loksins mynd af dóttur Kim Kardashian og Kanye West

Skilnaður í uppsiglingu?

SHARE