Djúphreinsaður örbylgjuofn
Notaðu eina teskeið af matarsóda og glerskál, hálffulla af vatni. Hrærðu matarsódanum út í vatnið og settu út í hálfa sneið af sítrónu. Settu skálina í örbylgjuofninn og settu ofninn af stað í nokkrar mínútur. Gufan mun leysa óhreinindin upp og sítrónan og matarsódinn mun gera ofninn ilmandi ferskann. Þegar tíminn er liðinn geturðu þurrkað ofninn að innan með rakri tusku.
Föst fita losuð með olíu
Er feitt fitulag á hellunum, pottunum eða pönnunum? Þú getur losað það upp með enn meiri olíu! Hljómar fáránlega en það er ekkert sem nær olíu jafn vel af eins og olía. Notaðu ólívuolíu og skrúbb eða svamb og nú nærð olíunni af um leið.
Vaxlitir á veggjum
Var barnið þitt að krota á veggina? Það er ekkert mál að ná því af með matarsóda og vatni. Bleyttu svamp og settu hann í smá matarsóda og nuddaðu af.
Dagblöð á gluggana
Það er snilld að nota dagblöð til að þrífa rúður og spegla. Þú færð frábæran glans á glerið með dagblöðum einum saman.
Bónaðu blöndunartækin
Blöndunartækin verða oft mjög fljótt öll í blettum og kámi. Til þess að fyrirbyggja það er sniðugt að nota bílabón á þau. Þá hrindir það vatninu frá og þau haldast glansandi hrein lengur.
Hvíti þvotturinn hvítari
Ef þig langar að hressa upp á hvíta þvottinn þinn þá virkar það að setja hálfan bolla að sítrónudjús í þvottavélina með þvottinum.
Ávaxtasvampur
Sítrusávexti eins og sítróna, lime og appelsínur er hægt að nota sem svamp á baðkör og vaska. Skerðu bara ávöxtinn í tvennt og settu smá matarsóda, uppþvottalög og vatn í skál og dífðu ávextinum í og skrúbbaðu.