„Á ekki að taka fuglabúrið af hausnum á sér?“

„Þegar við vöknum þá klæðum við okkur í daginn“ segir Sigga Kling í þessu myndbandi. Hún talar um að við setjum orku í það sem við gerum.

Það má alveg klæða sig í svartar flíkur segir Sigga: „Það er flott vernd að vera í svörtu, sérstaklega ef þú subbar niður á þig!“

„Ég var einu sinni valin verst klædda kona landsins, pælið í því“ segir Sigga. „Tveimur árum síðar var ég svo valin ein BEST klædda kona landsins. Svo reyndar komst ég að því að ég þekkti alla í dómnefndinni.“

 

SHARE