Leikkonan ástsæla, Sandra Bullock, segist eiga rosalega háværa krakka. Hún á 2 börn, Louis og Laila og þau eru 6 og 4 ára. Hún var í viðtali hjá vini sínum ,Harry Connick Jr., í nýjum spjallþætti hans á mánudag og sagði þar meðal annars að börnin hennar væru þau háværustu á Jörðinni. „Ég veit ekki hvort þetta sé bara hljóðburðurinn heima hjá mér eða hvað. En þau eru dásamleg!“ sagði Sandra og hló.
Sjá einnig: Sandra Bullock ættleiðir annað barn
Sandra ættleiddi börnin tvö frá Louisiana. Drenginn fékk hún árið 2010 og stúlkuna árið 2015. Hún sagði líka í viðtalinu að hún hefði fengið hárrétt börn, á hárréttum tíma í lífi sínu.