Nýlega hóf göngu sína hlaðvarpið Fullorðins þar sem ég og Alrún Ösp ætlum að ræða allt sem fullorðið fólk vill ræða. Við verðum með áhugaverða gesti og einnig munum við velta fyrir okkur allskonar merkilegum, skrýtnum og oft á tíðum „tabú“ hlutum.
Í þessum þætti, sem er opinn fyrir alla, segir Lísa okkur frá því hvernig er að vera í pólý sambandi, en fjölástir eða að vera fjölkær eru íslensku orðin sem notuð eru fyrir þetta.
Lísa á unnusta sem hún er með í sambúð, hún á kærasta og er með BDSM leikfélaga annað slagið. Unnustinn á svo kærasta og „leikur sér“ líka með öðru fólki. Mjög áhugavert spjall!
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.