Að borða eftir aldri – fyrir konur

Það skiptir víst máli hvað borðað er eftir því á hvaða aldri þú ert. Hérna finnur þú hvaða mataræði hentar þér á tvítugs, þrítugs, fertugs, fimmtugsaldri og yfir. Þú heldur eflaust að þú sért að borða rétt og hollt, en ertu búin að vera að borða eins fæði öll þín fullorðins ár?

 

Það kemur þér eflaust á óvart að heyra að líkaminn þarfnast mismunandi næringarefna eftir því sem þú eldist. Þannig að þú þarft að haga mataræðinu eftir því.

 

Til að þú lítir sem best út og að þér líði sem best á öllum aldursskeiðum þá hefur næringaráðgjafinn Sarah West tekið saman hvað er gott að borða fyrir hvert aldursskeið.

 

Á tvítugsaldri

Á þessum aldri er ekki mikið verið að spá í hollt fæði. Rannsóknir sýna að á þessum aldri eru um 25% af mataræðinu ruslfæði eins og skyndibiti. Og aðeins um 5% neyta 5 á dag af ávöxtum og grænmeti eins og ráðlagt er.

 

Hins vegar er tvítugsaldurinn einmitt sá tími sem að þú ættir að leggja línurnar með hollt mataræði fyrir framtíðina.

 

Beinin eru ennþá að vaxa þannig að góð næring skiptir miklu máli. Það minnkar líkur á beinþynningu seinna meir. Kalk og K-vítamín og einnig D-vítamín er mjög mikilvægt.

 

Á þrítugsaldri

Á þessum aldri er oft mikið að gera, þú ert kannski komin með fjölskyldu, ert í krefjandi starfi og dugleg að hitta vinkonur. Að vera upptekin leiðir oft til þess að það sem þú borðar er ekki alveg það hollasta.

 

Flestu skellt í örbylgjuna, grænmetið keypt frosið og fleira eftir því. Á þrítugsaldri er mikilvægt að hugsa um mataræðið. Ef þú átt ekki þegar barn eða börn þá þarftu að spá í næringunni. Matur sem er ríkur af fólín sýru er eitthvað sem á að vera daglega á matseðlinum.

 

Ófrískar konur eiga að innbyrða um 400 microgrömm af fólín sýru daglega. Hana má finna í mat eins og kale, spínat og brokkólí.

 

Á fertugsaldri

Þegar þú ert að lenda í þessum aldursflokki fer brennsla líkamans að hægja á sér. Hættan á að þú fitnir eykst til muna og þar af leiðandi áhættan á hjartasjúkdómum, sykursýki og beinþynningu. Þannig að það skiptir afar miklu máli að einbeita sér að hollum mat.

 

Borðaðu mikið af trefjaríkum mat og grænmeti, það fyllir magann án þess að hlaða á þig kílóum.

 

Það verða einnig hormónabreytingar á þessum aldri, oft er það vegna þess að breytingaskeiðið er rétt byrjað að láta á sér kræla. Til að rétt þetta af þá er gott að neyta soja bauna, hörfræja, gróft korn og bauna.

 

Á fimmtugsaldri

Þegar þú eldist þá dregur úr þeim vökva sem að heldur liðamótum mjúkum og liprum. Liðamót verða stíf. Þarna kemur áhættan á liðagigt inn.

 

Konur á þessum aldri þurfa að vera duglegar að neyta matar eins og fisks sem er feitur, lax, makríll, ferskur túnfiskur, silungur og sardínur. Og auk þess eru krydd eins og kanill, turmeric og engifer góð viðbót.

 

Sextugsaldurinn og uppúr

Þegar við eldumst þá verða ýmsar breytingar, sem dæmi líkamlegar og andlegar. Þessar breytingar má tengja beint við mataræðið. Líkaminn er tregari að vinna úr vítamínum og steinefnum og ef þú ert að taka inn lyf þá hefur það líka sitt að segja.

 

Margir á þessum aldri segja einnig að matarlystin minnki. Líkaminn þarf sama skammt af vítamínum og steinefnum og verður þú að hafa það í huga þegar þú verslar inn. Muna að hafa máltíðir fullar af hollustu.

 

Má nefna mikið af ávöxtum, grænmeti og gott gróft brauð.

 

Heimild: huffingtonpost.co.uk

 

Þessi grein er áður birt á heilsutorg.is

heilsutorg

SHARE