Að hætta að hafna sjálfum sér

Ágústa Kolbrún Roberts er 35 ára sjálfstætt starfandi heilari og er jógakennari að mennt. Hún heldur úti síðu á youtube með eigin kennslumyndböndum í jóga þar sem hún kennir lesendum jógastöður og rétta öndun meðal annars.

Nýjasta myndbandið fjallar um sjálfshöfnun og hvernig má vinna bug á henni.

Hún.is leit við hjá Ágústu og forvitnaðist um starf hennar en hún segist hafa lært meðal annars með indíánum.

 1. Hvert er besta ráðið þitt til þess að hætta að hafna sjálfum sér?

– Besta ráðið til að hætta að hafna sjálfum sér er að virkilega þora að vera maður sjálfur. Að vita hver maður er og sýna öðrum það. En til þess að sjá hver maður er í raun og veru þarf maður að vera í hljóði.

 

 2. Hvernig ferðu að því að vera svona róleg og yfirveguð?

– Ég er róleg og yfirveguð vegna margra ára ögun í bæn og hugleiðslu, sem ég stunda bæði kvölds og morgna. Stundum líka þess á milli þannig já, ég stunda þetta mjög mikið alla daga.

 

 4. Hefurðu alltaf verið svona róleg?

– Ég er ekki alltaf róleg.

 

 5. Missirðu aldrei stjórn á þér eða verður reið?

– Jú ég missi oft stjórn á mér og verð reið, en það er partur af því að vera manneskja. Og það er bara drullu erfitt að vera til. Þannig það sleppur enginn frá því að takast á við erfið verkefni eða vandamál.

 

 6. Hvað hvatti þig til þess að gera myndbandið?

– Mig langaði svo að fara kenna heilun í gegnum talað mál. Það eru ekki allir sem vita hvað heilun er. Mig langar að kenna það.

 

 7. Hefurðu fengið einhver viðbrögð við myndbandinu?

– Já heldur betur góð viðbrögð og það er mikið hringt í mig. Ég hef farið með námskeið í hópa og hjálpað til með uppbyggingu bæði í fyrirtækjum og á vinnustöðum. Erfiðasta verkefnið mitt hingað til fannst mér þegar ég var að tala fyrir framan hóp lækna og hjúkrunafólks og kenna þeim að standa með sér. Mér fannst eins og að þau hefðu átt að vera kenna mér það frekar, því ég er jógakennari og heilari og hef lært hjá jógameisturum, heilurum og indjánum. Fannst þetta öfugsnúið en svona er þetta, það er gott að vera opin og það er aldrei bara ein leið til að hjálpa fólki.

 

8. Hvað er framundan hjá þér? 

-Ég er að læra mikið þessa dagana og er að bæta við mig þekkingu, bæði andlega og einnig NLP námskeið, sem er mjög spennandi. Þar lærir maður hvernig við hegðum okkur og af hverju. Ég hef verið að læra leiklist hjá Magnúsi og Þorsteini Bachmann í Leiktæknisskólanum. Ég er svo að fara með Drífu eiganda Jóga Stúdíó upp í Bláfjöll þriðju helgina í nóbember að kenna jógakennarahópnum hennar. Við ætlum að kafa í andlega partinn af jóga, hugleiðslu, fræðast um orkustöðvar og margt fleira spennandi. Við verðum í fjóra daga að borða grænmeti ásamt því að gera jóga og læra.

10735728_10154733917840277_1308644510_nÁgústa Kolbrún hjá Vík í Mýrdal í vígalegri jógastöðu

 

SHARE