Alexis Fretz var 30 ára gömul og komin 19 vikur á leið þegar byrjaði að blæða hjá henni. Án þess að hafa miklar áhyggjur hafði hún samband við ljósmóðurina sína sem ráðlagði henni að fara á slysadeild bara til að vera viss um að allt væri í lagi. Alexis fór ásamt eiginmanni sínum Joshua á spítalann Kokomo í Indiana, þar sem að hún beið á biðstofunni byrjaði hún að finna til í maganum.
„Klukkan 6 um daginn kom hjúkka inn og gaf mér 3 vatnsglös og sagði mér að drekka fyrir ómskoðunina og fór síðan. Ég kveikti á sjónvarpinu og byrjaði að horfa á House hunters og var viss um að ég myndi ekki ná að klára þáttinn sem er hálftími þar sem að ég yrði sótt áður, en ég hafði svo rangt fyrir mér. Stuttu seinna byrjaði ég að finna til sársauka og innan hálftíma varð mér ljóst að ég var komin með hríðir,“ segir Alexis.
Hjúkkurnar voru þó efins og um sjöleytið var Alexis færð í ómskoðun. Sérfræðingurinn fann hjartslátt, en þegar Alexis fór á salernið á eftir var enn að blæða og hríðirnar jukust. Þar sem að hún átti tvær dætur fyrir, vissi hún alveg hvað var í gangi.
„Þegar þarna var komið var engin pása á milli hríða. Ein tók við af annarri. Ég vissi að það var að koma að fæðingu. Ég var ekki búin að gefa upp alla von, en þarna vissi ég að ég var að missa barnið mitt.
Ljósmóðirin kom inn og sagði að fóstrið væri ennþá á lífi, mig langaði að lemja hana. Þegar læknirinn kom og settist hjá mér og sagði að við yrðum að koma barninu í heiminn, var hann sá fyrsti sem talaði um hann sem barn.
Ég byrjaði að öskra og spurði hvort að það væri engin önnur leið. Ég var komin með fulla útvíkkun og vatnið að bresta, svo að það var enginn annar möguleiki í stöðunni.“
„Walter var í sitjandi stöðu þannig að við biðum eftir að ég myndi missa vatnið sjálfkrafa og náttúran myndi hafa sinn gang. Ég man ekki hvenær ég byrjaði að ýta, en ég fann engar hríðir eftir að vatnið fór þannig að ég þurfti að ýta nokkrum sinnum til að koma örsmáum líkamanum í heiminn.
Hann fæddist kl. 19.42 og ég fékk hann í fangið um leið og naflastrengurinn var klemmdur. Ég grét ákaft á þessum tímapunkti, en hann var fullkominn. Hann var fullskapaður og ég gat séð hjartað tifa í brjósti hans. Joshua og ég héldum bæði á honum og grétum og dáðumst að fullkomnum, örsmáum syni okkar.“
Alexis er ljósmyndari og svo vel vildi til að græjurnar hennar voru í bílnum þar sem að hún átti að taka myndir í brúðkaupi daginn eftir. Joshua fór því og sótti myndavélina hennar.
„Ég er svo ánægð með að Joshua gerði það. Í fyrstu vildi ég ekki neinar myndir en í dag eru þær minningar sem ég á. Ég skil ekki af hverju guð ákvað að taka hann til sín, en verð að trúa að það hafi verið ástæða fyrir því. Ég mun kannski aldrei vita af hverju, en það huggar mig að vita hvar hann er og að ég mun sjá hann aftur. Í hans stutta lífi sem varði aðeins nokkrar mínútur snerti hann fleiri en ég hefði getað ímyndað mér. Ég er ennþá í sjokki yfir hversu mikla athygli og umræðu myndirnar af honum hafa vakið.“
Myndirnar hafa skapað umræðu varðandi fósturlát, þar sem að sögu Alexis og Joshua hefur verið deilt um allan heim af mömmum, bloggurum, stuðningshópum og fjölskyldum sem hafa misst barn. Í Bandaríkjunum missa um 1 milljón kvenna barn sitt árlega, í Ástralíu ein af hverjum fimm.
Þrátt fyrir að Fretz fjölskyldan sé ánægð með að sorg þeirra hafi opnað umræðuna, var það ekki ætlunin þegar þau deildu sögu Walters. „Ég skrifaði sögu okkar þar sem að ég bý í litlu bæjarfélagi og hef gert alla mína ævi. Þegar við komum heim frá Indiana barnlaus þá vildi ég ekki þurfa að útskýra aftur og aftur hvað hefði gerst. Von mín var að með því að skrifa það niður þá myndi það fréttast um bæinn og því myndi ég ekki þurfa að segja sögu mína ítrekað og rifja þannig upp sársaukann. Ég ætlaði ekki og ímyndaði mér ekki ekki að sagan myndi dreifast eins og hún hefur gert.“
„Meirihluti viðbragðanna hafa verið jákvæð. Margir hafa séð myndirnar af Walter og verið hissa á hversu þroskaður hann er eftir aðeins 19 vikur. Þrátt fyrir að við sjáum ekki barnið innan í leginu þýðir það ekki að það sé bara klessa af frumum.
Walter var fullskapaðir og aktívur í móðurkviði. Ef að hann hefði fæðst nokkrum vikum seinna hefði hann átt möguleika á að lifa. Hann hefur skapað mikla umræðu í hópum sem fjalla um fóstureyðingar. Það var aldrei ætlun mín, en ég er ánægð með að saga mín hefur fengið fólk til að endurskoða skoðun sína á málefninu.
Ég fékk einnig fjölda tölvupósta frá konum sem sögðu mér að þær hefði aldrei heyrt um sama og þær hefðu lent í. Fæðingar fyrir tímann og fósturlát er eitthvað sem almenningur vill ekki ræða. Flestum finnst þetta ekki mikið mál, þú reynir bara aftur að eignast annað barn, svo þau láta eins og ekkert hafi gerst og halda áfram með daglegt amstur meðan foreldrarnir standa uppi með sorg sem þau vita ekki hvernig þau eiga að vinna á. Það er algengt að starfsfólk sjúkrahúsa taki börnin og fargi þeim eins og læknisúrgangi, margar mæður fá ekki að sjá eða halda á börnunum sínum, eða jafnvel að vita hvort að það var drengur eða stúlka.
Það hryggir mig að heyra sögur fólks sem fékk ekki að sjá barnið sitt og að sjá myndirnar af Walter hefur fært mörgum hugarró. Ég get ekki þakkað þeim læknum og hjúkrunarkonum sem voru hjá mér nóg. Þau minntust ekki á orðið fóstur. Þau biðu með mér, grétu með mér og voru til staðar fyrir mig. Þau hvöttu okkur til að halda á Walter og tengjast honum.
Ég hélt á honum, knúsaði hann, meðan að hjarta hans sló hélt ég honum að hjarta mér, taldi á honum tærnar og kyssti örsmátt höfuð hans. Ég mun alltaf varðveita minninguna um Walter.“
Ragna er miðborgarbarn sem elti ástina til útgerðarparadísarinnar Grindavík. Þó að ástin hafi yfirgefið hana hefur hún enn óbilandi trú og áhuga á fólki, ástinni og lífinu og tilverunni.