Kannski gleðja þessar fréttir karlmenn um víða veröld en vísindamenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að það að stunda kynlíf ítrekað (tvisvar á klukkutíma) eykur verulega frjósemi.
Sjá einnig: 13 staðreyndir um sæði
Er það ekki ágætis afsökun til þess að vera dálítið dugleg? Kannski er það ekki eins góð hugmynd ef tilgangurinn er ekki að verða ófrísk.
Komist var að þessari niðurstöðu í rannsókn sem var gerð í North Middlesex spítalanum í London, þar sem rannsókn var gerð á 73 pörum sem voru að gangast undir tæknifrjóvgun. Rannsóknin leiddi í ljós að karlmenn framleiddu betra sæði í seinni umgangnum.
Sjá einnig: Drykkja og reykingar skaða ekki sæði karlmanna – Mönnum ber ekki saman um þessi mál
Í rauninni voru þeir þrisvar sinnum frjórri, svo fyrir þau pör sem eru í barneignarhugleiðingum, er sterkur leikur að vera dugleg að stunda kynlíf.
Stundum hefur verið talað um að betra er að gera það ekki of oft, til að hafa gæði sæðisins betra, en raunin er sú að því meira kynlíf sem stundað er, því sterkara er sæðið. Ástæðan er að ef sæðinu er haldið inni, ert þú að vinna með gamalt sæði, í stað nýrra og sprækra sæðisfruma.
Sjá einnig:Frjósemi og getnaður – Hvenær á að leita til læknis?
Það er sem sagt engin góð og gild ástæða til þess að vera eitthvað að spara sig ef þið eruð í barneignarhugleiðingum og um að gera að gera það eins oft og þið getið!
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.