Að vera með barn á brjósti eða ekki? – Ný heimildarmynd

Í Bandaríkjunum er mikið deilt um það hvort sé betra að gefa börnum brjóst eða pela. Á Íslandi er lögð mikil áhersla á að konur reyni að gefa börnunum sínum brjóst frá fæðingu því brjóstamjólkin er talin vera besta næringin fyrstu sex til tíu mánuðina í lífi barns.

Það getur verið erfiðara fyrir konur í Bandaríkjunum að gefa börnunum sínum brjóst þar sem þær fá yfirleitt ekkert fæðingarorlof heldur verða að halda aftur til vinnu nokkrum dögum eftir að þær hafa fætt. Þá getur brjóstagjöf reynst erfiðari þar sem þær verða að mjólka sig.

Ný heimildamynd um brjóstamjólk, brjóstagjöf og öllu því tengdu reynir að varpa nýju ljósi á þetta málefni:

 

SHARE