Þar sem nýjustu tilraunir Kanye West til þess að gera útaf sinn eigin feril með hræðilegum athugasemdum um gyðinga, hafa sumir „aðdáendur“ Kanye West stofnað GoFundMe til að safna peningum fyrir hann.
Undanfarnar vikur hefur rapparinn komið með röð slæmra athugasemda um Gyðinga sem hefur orðið til þess að hann hefur verið fordæmdur víða, og hafa mörg vörumerki sem hann hefur verið tengdur við að slitið tengsl sín við hann. Vegna þessa hefur Kanye tapað milljarðasamninga og getur ekki lengur talist í hópi „milljarðamæringa“ . Það var mikið fjárhagslegt högg þegar íþróttafatamerkið Adidas rifti samningum við Kanye og kostaði það hann gríðarlegar upphæðir. Mörg önnur fyrirtæki hafa fylgt á eftir og telur rapparinn að hann hafi tapað tveimur milljörðum dala á einum degi.
Í stað þess að biðjast afsökunar á ummælum sínum hefur West haldið áfram að grafa sig dýpra og tvíeflst í skoðunum sínum. Í þættinum Piers Morgan Uncensored sagðist hann vita að það sem hann hafði sagt væri rasískt en sagði að það væri ástæðan fyrir því að hann sagði þetta. Hann neitaði ítrekað að taka athugasemdir sínar til baka.
Hann fullyrti að fjölmiðlar væru undir stjórn gyðinga og deildi skjali með lista yfir gyðingastjórnendur hjá stórfyrirtækjum. West sagði einnig að honum hefði verið „komið á botninn“ vegna gríðarlegra fjárhæða sem hann tapaði þegar samningum hans var sagt upp.
Í von um að „hjálpa“ rapparanum að endurheimta stöðu milljarðamæringsins hafa aðdáendur hans stofnað GoFundMe til að safna milljarð dollara og afhenda West, eða það er að minnsta kosti það sem þeir segjast ætla sér að gera. Það er ekki ólíklegt að þetta sé eitthvað grín en á meðan GoFundMe er lifandi og allir geta gefið peningar væri eflaust miklu betra að eyða peningunum í verðugara verkefni eða söfnun. Og það verður að teljast ólíklegt að þessi markmið náist og það náist að safna 1 milljarð dollar. Hvort sem þú styður Kanye West eða ekki vilt þú örugglega eyða peningunum þínum í eitthvað göfugra en að senda þá vestu um haf.