
Þetta er bara aðeins of fyndið – hér má sjá pínulitla, rosalega hreykna unga stúlku sem hefur eflaust alveg makalaust hrós fyrir að fara á koppinn sjálf. Sú hefur fengið hrós og hólyrði fyrir að skila stóru í koppinn, takk! Þvi er kannski ekki nema von að litla stúlkan verði svona ægilega stolt þegar heimilishundurinn veður út á tún …
… þetta er öfugsnúin krúttsprengja dagsins!
https://youtu.be/0a3UbfczXAU
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.