Nýja smáskífa Adele, Hello; hefur tröllriðið öllu seinustu vikur. Það má með sanni segja að Adele hafi snúið aftur í tónlistarbransann með trompi. Adele var í viðtali á BBC hjá Graham Norton á dögunum þar sem hún viðurkennir að hún setji ekki sjálf færslur inn á Twitter.
Einn áhorfandi spurði Adele hvort eitthvað væri til í þeim sögusögnum að henni hafi verið meinaður aðgangur að hennar eigin Twitter-aðgangi.
Adele svaraði: „Það er satt, já hahahaha. Ég er ekki mikil drykkjumanneskja lengur en þegar Twitter kom fyrst var ég oft að setja færslur inn á Twitter þegar ég var drukkin og það fór næstum því illa nokkrum sinnum. Umboðsmaður minn ákvað þá að ég þyrfti að láta tvo aðila samþykkja tvítin mín áður en þau færu inn á netið. Þetta eru samt allt færslur frá mér og engum öðrum. Þær eru bara settar inn fyrir mig.“
Adele er með 24 milljónir fylgjenda á Twitter svo það er eins gott að vanda sig. Hún tók nýja lagið sitt í fyrsta sinn í sjónvarpi í þættinum og má sjá brot af því hér. Stórkostlegt auðvitað eins og hún sjálf!
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.