Í síðustu viku var elsta barnið mitt dottið í tveggja stafa tölu.
Morguninn eftir 10 ára afmælið hennar fór ég að hugsa um barnið mitt sem fékk mig til að grípa í eldhúsborðið og berjast fyrir lofti.
Allt í einu sjá ég hana sem 16 ára ungling: Litrík föt með farða kom hún inn í eldhús þar sem ég var að steikja egg og beikon.
Hún greip í epli og stökk út. Ég sá fyrir mér rauðar neglur hennar.
Hún hafði engan tíma fyrir heitan morgunmat, hún var rokin út án þess að svo lítið sem segja bless. Hurðinni var skellt.
Ég var skilin eftir í þögninni og hugsaði með mér hvaða fallega stúlka þetta hefði verið sem var ekki beint eins og fjölskyldumeðlimur hér.
Þegar ég loks náði andanum eftir þessa innsýn mína í framtíðina fann ég mikla þörf fyrir að njóta nútímans virkilega með barninu mínu.
Ég vildi mest af öllu taka utan um hana og kreista og sleppa henni aldrei.
Á þessu augnabliki vissi ég uppá hár hvað ég vildi gera með tímann sem nú væri.
Áður en ég myndi líta upp og tíu ára gamalt barn mitt væri sextán ára að rjúka út úr eldhúsinu.
Áður en allt breytist:
Ég vil lesa orð þín í bókinni áður en hún verður læst og falin.
Ég vil horfa á þig hlæja þar til tár koma í augun, áður en ég verð ekki lengur þín fyndnasta manneskja.
Ég vil hlusta á leyndarmál þín áður er þú ferð að sofa, áður en þú lokar hurðinni og eina sem ég heyri fyrir utan er uppáhalds lagið þitt í spilun.
Ég vil horfa í augun þín og spyrja hvað þú sért að hugsa áður en ég er ekki helsta manneskja sem þú deilir með hugsunum, áhyggjum og ótta.
Ég vil segja já við þig áður en boð þín eru til jafnaldra þinna.
Ég vil þekkja þig
hlusta á þig,
elska þig,
áður en allt breytist
og þú ert ekki litla stelpan mín lengur.
Njótum tímans sem er akkúrat núna, börnin okkar eldast og við með.
Það kemur sá tími sem börnin okkar þurfa minna og minna á okkur að halda.
Njótum þess meðan það varir.
Hluti úr pistli eftir Rachel Macy.
Þýddur af Hún.is