Núna ættuð þið að vera farin að þekkja mig nógu vel til að vita að ég elska að búa til hluti úr engu og mér finnst gaman að vera pínulítið öðruvísi. Aðventu„kransinn“ minn er akkúrat þannig. Ég málaði mandarínukassa og límdi borða og slaufu utan á kassann. Ég keypti 4 mismunandi stór vínglös, snéri þeim á hvolf og fékk þannig kertastjaka. Svo fyllti ég kassann af alls konar jólaskrauti, kók jólaskrauti, rauð kerti á glasastjakana og aðventu„krans“ hafði fæðst.
Ég heiti Kristbjörg og ég er 2 barna móðir sem elskar föndur, að skapa með höndunum, að búa til eitthvað úr engu og að reyna að auðvelda mér lífið með því að skipuleggja, skipuleggja, skipuleggja.