Níu æskuvinkonur úr Vestmannaeyjum hafa í nokkur ár tekið þátt í grafalvarlegri keppni sín á milli á aðventunni: hinni árlegu aðventukransakeppni Glamúrgellanna. Vinahópurinn samanstendur af þeim Ingu Sigurbjörgu, Helenu, Ingibjörgu Ósk, Höllu Björk, Birnu Ósk, Eyrúnu, Nínu Guðrúnu, Guðrúnu Lenu og Arndísi Báru.
Með tilkomu facebook hefur keppnin fært sig þangað á síðuna Aðventukransakeppni og er öllum boðið að gera like á síðuna og velja kransinn sem þeim finnst bera af. Like-arar fá hinsvegar engin verðlaun, en sú vinkona sem á kransinn sem flest like fær hlýtur að launum vegleg verðlaun.
Hvaða aðventukrans ber sigur úr býtum jólin 2013?
Ragna er miðborgarbarn sem elti ástina til útgerðarparadísarinnar Grindavík. Þó að ástin hafi yfirgefið hana hefur hún enn óbilandi trú og áhuga á fólki, ástinni og lífinu og tilverunni.