Æðisleg djöflaterta – uppskrift

Djöflaterta (sem getur ekki klikkað)

 

2 bollar hveiti

4 matsk. bráðið smjörlíki

2 bollar sykur

2 egg

1 bolli súrmjólk

3 matsk. kókó

1tsk. matarsódi

1tsk. ger

1 tsk. vanilla

Allt sett í hrærivélarskál og hrært vel saman. Sett í tvö tertuform (sem hafa verið smurð) og látið bakast í ca. 20 mín. við 180 ⁰ C. Rétt er að fylgjast alltaf með bökuninni því að ofnar eru misfljótir. Þannig er uppgefinn tími í raun viðmiðunartími!

Hrærið svo venjulegt súkkulaðismjörkrem, setið kökuna saman með því og þekjið hana líka að utan.

SHARE