Æðisleg Sashimi og Sesamdressing – uppskrift

Það elska ekki allir sushi, en þeir sem gera það vita að magnið af hrísgrjónum getur oft verið vandamál fyrir suma. Sérstaklega þegar maður vill borða MIKIÐ af sushi.
Hér er önnur útgáfa, þú færð bragðið af sushi en á miklu hollari hátt !
Dressingin er algerlega í stíl við það og nori blöðin og sashimi passar hryllilega vel saman.
Algert sælgæti.
Spotted: ein var gripin glóðvolg að borða restina af dressingunni með skeið!

 

SASHIMI SESAM SALAT

 

Dressing (f/ 2 salöt)

*Olívu olía (1msk)

*Eplaedik (1msk)

*Dijon sinnep (2msk)

*Hunang eða hreint sýróp (1msk)

* 1 tsk – 1 msk chili paste

* Safi úr 1 appelsínu

* Smá bútur af ginger

* OPTIONAL (örlítill dreitill af soya sósu, ég gerði það eða og teriaky soya)

Ég lét blandarann bara vinna þetta fyrir mig !

 Salat (hvaða grænmeti sem þið viljið!)

Ég notaði

*Grænt salat

*Rucola/klettasalat

*Hvítkál

*Spergilkál

*Reif 1 stk nori blað yfir

*Grænar ólívur (bara þvi þær eru bestar!!)

 

PRÓTEIN

Ég setti sneiðar af hráum lax (sashimi) yfir

 

Hér er Valkyrjan á Facebook

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here