Er ekki upplagt að enda þessa helgi á einni gómsætri köku? Jú, ég held það. Þessi uppskrift er fengin af blogginu hennar Tinnu Bjargar, sem er eitt af mínum uppáhalds.
Sjá einnig: Gómsæt veislubrownie með vanillurjóma
Vanillukaka með hvítu súkkulaði og Oreokexi
420 g hveiti
400 g sykur
4 tsk lyftiduft
3/4 tsk salt
170 g brætt smjör
370 ml mjólk
3 tsk vanilludropar
3 stór egg
1 pakki Oreo kexkökur
Krem
450 g mjúkt smjör
500 g flórsykur
fræ úr 1 vanillustöng
80 g hvítt súkkulaði
- Blandið þurrefnum saman í skál og hrærið mjólk saman við. Bætið eggjum við, einu í einu. Bræðið smjör og hrærið saman við ásamt vanilludropum.
- Hellið deiginu í tvö 24 cm kökuform.
- Bakið við 170° í 25-30 mínútur.
- Kælið botnana.
- Þeytið smjör og flórsykur saman. Kjúfið vanillustöng í tvennt, skafið fræin úr henni og hrærið saman við. Bræðið hvítt súkkulaði, kælið og blandið saman við kremið.
- Athugið að gera þarf eina og hálfa kremuppskrift til að skreyta kökuna með rósum.
- Setjið annan kökubotninn á fallegan disk og smyrjið kremi ofan á. Myljið Oreo kex og sáldrið yfir botninn með kreminu. Leggið hinn botninn ofan á og þekið kökuna með þunnu lagi af kremi.
- Notið stút 1M eða 2D frá Wilton til að gera rósir, byrjið á miðjunni í rósinni og sprautið svo í hringi.
- Hægt er að finna mörg kennslumyndbönd á YouTube sem sýna hvernig á að gera rósir. Munið að æfingin skapar meistarann!
Kakan er alveg ótrúlega góð og hentar vel þegar von er á mörgum gestum því sneiðarnar eru stórar og kakan er svo seðjandi.
Guðrún Veiga er fædd og uppalin á Eskifirði. Hún er mannfræðingur að mennt, mikill matgæðingur, mamma og múltítasker. Guðrún Veiga hefur skrifað fyrir hina ýmsu miðla, unnið í sjónvarpi og skrifað eitt stykki matreiðslubók.