Æðisleg vorsúpa með tómötum – Uppskrift

Vorið er komið! Og með því grænmetið góða í öllum regnbogans litum. Nú er tíminn til að láta hugmyndaflugið taka völdin og reyna eitthvað nýtt.  

Ýmislegt góðgæti Að vori.

 

Fljótleg súpa úr tómötum og egg ofan á 

Fyrir  4-6

Efni:

  • 3 matsk. ólívuolía
  • 1 stór laukur, skorinn í þunnar sneiðar
  • 1 matsk. karrí
  • 1 tsk. cumin
  • 1 tsk. chilí (meira eða minna eftir smekk)
  • 6 bollar nýir tómatar, skornir
  • 4-6 egg
  • Sýrður rjómi
  • Salt og pipar

Aðferð:

  1. Látið laukinn, salt og ólívuolíuna í pott og látið krauma í u.þ.b. 10 mín.  Hreyfið til öðru hverju.
  2. Bætið karrí, cumin og chilí út í og hrærið. Hellið tómötum og sex bollum af vatni út í og látið krauma í 12-15mín. Setjið þá í blandara og látið hann mauka. Bætið salti og pipar út í að smekk.
  3. Meðan súpan er að soðna látið þá suðuna koma upp á vatni í pönnu og brjótið eggin varlega út í. ( Best er að brjóta eggin í skál og renna þeim út í hægt sjóðandi vatnið einu í einu!) Það er ágætt að forma hvíturnar í vatninu svo að eggið verði kringlótt. Sjóðið eggin í 3-5 mín. Takið þau úr vatninu með götóttum spaða.
  4. Nú er súpunni ausið í skálar, smásletta af sýrðum rjóma og eitt egg sett í hverja skál.
SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here