Þetta ótrúlega ljúffenga túnfisksalat er fengið af blogginu hennar Tinnu Bjargar. Salatið er ólíkt hinu hefðbunda túnfisksalati og gjörsamlega dansar við bragðlaukana. Ég mæli eindregið með því að þú fylgir Tinnu á Facebook og missir aldrei af uppskrift frá henni.
Sjá einnig: Túnfiskpastaréttur – Uppskrift
1 dós túnfiskur
1/2 krukka svartar ólívur
1/2 krukka sólþurrkaðir tómatar
1/2 rauðlaukur
2 msk majones
- Skerið smátt ólífur, sólþurrkaða tómata og rauðlauk og blandið saman við túnfisk og majones.
- Berið fram með kexi eða snittubrauði.
Sjá einnig: Túnfisksalat með kotasælu og avókadó – Uppskrift
Guðrún Veiga er fædd og uppalin á Eskifirði. Hún er mannfræðingur að mennt, mikill matgæðingur, mamma og múltítasker. Guðrún Veiga hefur skrifað fyrir hina ýmsu miðla, unnið í sjónvarpi og skrifað eitt stykki matreiðslubók.