Sáraeinfaldar vefjur
Það þarf ekki að vera erfitt að elda mexikóskan mat. Við ætlum að birta nokkrar fljótlegar og einfaldar uppskriftir til að sýna ykkur fram á að svo sé. Uppskriftirnar eru ætlaðar fyrir 6 manns en auðvitað er hægt að hafa þær tvö- eða þrefaldar eða bara eins stórar og maður vill hafa þær. Hér kemur sú fyrsta.
Kjúklingur og ostur í vefju
Efni (ætlað fyrir 6)
- 225 gr. rjómaostur
- 1 dós kjúklingasúpa
- 1 bolli salsa (beint úr búðinni ! )
- 3 bollar kjúklingabringur, skornar í bita
- 12 tortillur
- 1 bolli rifinn ostur
- 1 lítil dós svartar ólífur
- 1/4 bolli sýrður rjómi
Aðferð
- Hitið ofninn upp í 180˚C
- Blandið saman rjómaostinum, súpunni og salsa og látið krauma á lágum hita.
- Bætið kjúklingnum út í.
- Hitið tortillurnar (maís-flatkökurnar) í míkróofni nokkrar sekúndur til að mýkja þær.
- Setjið kjúklingafyllinguna á hverja köku og rúllið upp ( eins og pönnuköku)
- Látið vefjurnar á eldfast fat.
- Stráið vel af rifnum osti á vefjurnar.
- Lokið með álpappír og látið bakast í 30 mín.
- Skreytið með ólívum og sýrðum rjóma eftir smekk.