Catherine Code er 24 ára gömul stelpa frá Kanada. Hún fluttist til Íslands rétt fyrir síðustu jól og býr hér með íslenskum manni sínum. Catherine er ótrúlega flink listakona og ég tók fyrst eftir henni þegar ég var að leita mér af flinkum naglafræðingi. Hún gerir brjálæðislega flottar neglur og þú getur beðið um hvað sem er og hún uppfyllir óskir þínar!
Ég fékk að spyrja hana nokkurra spurninga og þýði þær hér yfir á íslensku
Af hverju þessi mikli áhugi á Íslandi?
Ég hef alltaf haft áhuga á Íslandi. Ég hafði komið þrisvar til Íslands áður en ég flutti hingað og varð ástfangin. Í annarri ferðinni kynntist ég Kristjáni, manninum mínum og varð ástfangin og hafði þá góða ástæðu til að koma aftur!
Hvernig fékkstu áhuga á því að gera þessar ævintýralegu neglur?
Þegar ég var 18 ára byrjaði ég í snyrtifræðinámi. Ég vann svo í leisermeðferðum í framhaldi af því í nokkur ár. Mér líkaði það ágætlega en mér fannst tími til kominn að fara yfir í eitthvað meira skapandi. Ég hef alltaf verið listræn og skapandi, síðan ég var barn svo ég hugsaði, af hverju ekki að sameina það sem mér finnst gaman? þá ákvað ég að læra að gera gel neglur.
Eftir naglanám og mikla æfingu fékk hún vinnu á naglastofu í Kanada. Hún fékk frábæra vinnu á flottri stofu í Montreal þar sem hún lærði meðal annars að gera 3D neglur og fullkomna naglagerðina. Hún vann á stofunni í 3 ár svo hún hefur aldeilis séð slatta af höndum!
Catherine hefur mikla ástríðu fyrir vinnunni sinni og það sá ég vel þegar ég kom inn á vinnustofuna hennar. Þar eru listaverk eftir hana, ótrúlega flott listaverk og allskyns sýnishorn af nöglum. Það er ótrúlegt hvað hún getur búið til margt á NÖGL!
Hún handmálar á hverja einustu nögl, hún býr til 3D hannanir, hvort sem það eru blóm, slaufur, krossar eða hvað það nú er. Hún límir ekki á neglurnar heldur málar hún á þær sjálf.
Rainbow nails heitir fyrirtækið hennar:
Mér finnst frábært að fá að koma með þessa nýjung til Íslands, allskyns klikkaðar hannanir og alvöru list sem gerð er á neglur. Svona hönnun er algeng í Asíu, Ameríku og annarsstaðar í Evrópu og er að taka á sig mynd á Íslandi líka. Til að fullkomna útlitið, eru fallegar neglur algjört must!
Ég fór í neglur til Catherine og þær eru æðislegar, þvílíkur listamaður!
Það er þó rétt að taka það fram að hún gerir ekki einungis listrænar neglur, hún gerir líka þessar venjulegu neglur. Þær þurfa ekki endilega að vera skreyttar, það er allt í boði. Þú getur nálgast Facebook síðu hennar hér og fylgt henni á Instagram: rainbownails
Hér getur þú svo séð myndir af nöglum eftir Catherine.