Æðislegt kjúklingasalat með grænu pestó – Uppskrift af matarbloggi Tinnu Bjargar

Tinna Björg Friðþórsdóttir heldur úti ansi skemmilegu matarbloggi sem nálgast má hér. Tinna birtir hinar ýmsu uppskriftir á síðunni. Hér birtum við uppskrift af hollu og góðu kjúklingasalati sem fengin er með góðfúslegu leyfi af síðu Tinnu:

Kjúklingasalat með grænu pestó

fyrir 3-4
1 pakki salatblanda
1 rauð paprika
1 agúrka
1/2 – 1 pakki furuhnetur
3 kjúklingabringur
salt
hvítur pipar
hvítlauksduft
1 krukka grænt pestó
Rífið salatblöð í skál. Skerið papriku og agúrku smátt og blandið saman við salatblöðin.
Þurristið furuhnetur á pönnu og sáldrið yfir salatið.
Kryddið kjúklingabringur með salti, pipar og hvítlauksdufti. Hafið í huga að pestóið er mjög salt svo það dugar að setja örlítið salt öðru megin á kjúklingabringurnar.
Steikið kjúklingabringur í ofni við 180° í um 40 mínútur.
Skerið bringurnar í hæfilega stóra bita og setjið í skál.
Hrærið grænu pestó saman við kjúklingabringubitana og blandið saman við salatið.
Einfalt, fljótlegt og ljómandi gott!
Þú getur nálgast Facebook síðu Tinnu hér.
SHARE