Ég eignaðist mitt fyrsta snjallúr fyrir um 5 árum síðan þegar ég keypti mér Samsung Galaxy Gear Fit. Það var bleikt og fallegt og hef ég eiginlega gengið með þaðallar götur síðan. Ég tapaði því fyrir skemmstu og varð mér það fljótt ljóst að ég yrði að fá annað úr. Ég var alltaf að nota það, virtist vera, því ég saknaði þess mikið. Mér fannst skemmtilegra að fara í ræktina með úrið og að taka stigana í staðinn fyrir lyftuna til að safna skrefum. Það má eiginlega segja að ég hafi misst metnaðinn að einhverju leyti. Ég nota úrið líka mikið til að fylgjast með svefninum því ég er týpan sem er alltaf með svefnvanda.
Ég fór því á stúfana og fór að skoða hvaða úr gæti hugsanlega uppfyllt þarfir mínar og komið í stað bleika félaga míns sem ég hafði átt í svo löngu og góðu sambandi við.
Auðvitað kom ekkert annað til greina en Samsung þar sem ég hef verið með Samsung síma í 100 ár og kann best við það. Ég er með svakalega lítil bein og þar af leiðandi mjóa úlnliði svo úrið má alls ekki vera of stórt á handleggnum. Ég valdi að fá mér þetta dásemdar fallega úr:
Stærð skífunnar eru 40 mm sem er alveg mátulega stórt fyrir úlnliðinn minn. Það er auðvitað með snertiskjá en einnig tveimur tökkum sem er líka mjög þægilegt.
Ég er svo ánægð með þetta úr en nokkrir „fídusar“ eru mér mjög kærir:
- Það er þægilegt að hlaða það. Hleðslutækið er flatt og ég legg úrið ofan á það og það helst þar með segli.
- Það er hægt að tengja það símanum mínum og ég get meira að segja svarað símtölum í úrið hvort sem það er tengt símanum eða ekki þar sem það styður e-sim.
- Smáforritin í símanum get ég sett flest upp í úrinu líka sem er mjög þægilegt. Forritin sem ég hef t.d. sett upp eru spotify eða google maps.
- Ég get skrifað smáskilaboð á símann með puttanum ef ég get ekki tekið símann upp en þarf að svara skilaboðum.
- Þar sem ég er mjög nýjungargjörn er gott að geta valið úr allskonar útliti á skjánum. Ég er búin að vera með svo mörg útlit (watch face) síðan ég fékk gripinn.
- Það er mjög nákvæm svefnmæling í úrinu. Ég get séð hvort ég hafi fengið mikinn djúpsvefn, verið að bylta mér mikið og hvort ég hafi hrotið, sem ég náttúrulega geri ALDREI! 😉
Auðvitað er margt fleira í úrinu sem ég nota mikið. Það er hægt að velja um 80 tegundir af hreyfingu til að mæla og úrið getur mælt hjartsláttinn, fituprósentu, súrefnismettun og stress.
Ég get skoðað myndir úr símanum í úrinu og svo get ég notað úrið til að smella af myndum á símann. Semsagt, ég get stilt upp símanum, séð á skjánum á símanum hvernig myndin kemur út og svo smellt af með því að ýta á skjáinn á úrinu.
Ég er alveg rosalega lukkuleg með úrið mitt og gæti ekki mælt meira með því. Það tikkar í öll boxin sem ég vildi og enn fleiri til viðbótar.
#samsungmobileaislandi
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.