Efni:
- 1 þurrkaður kóngssveppur
- 2 mtsk smjör
- 1/4 bolli ólífuolía
- 2 hvítlauksrif, söxuð smátt
- 1 stór gulrót, söxuð smátt
- 1 stilkur sellerí, saxaður smátt
- 450 gr. ætisveppir sneiddir
- salt
- 1 kg. penne pasta (sjá mynd)
- 1 bolli tómatsósa (sjá uppskrift)
- 6 matsk. rjómi
- 170 gr. rifinn parmesan ostur
- Tómat sósa:
- 6 hvítlauksrif, skorin í tvennt
- 1/2 bolli ólífuolía
- 4 dósir ( hver dós u.þ.b. 2 bollar ) af hökkuðum tómötum
- 1 1/2 matsk. sykur
- 1 1/2 tesk. oregano
- 1 1/2 tesk. saxað nýtt basilíkum
- 1/2 tesk. gróft salt
- 1/2 tesk. svartur pipar
Aðferð
- Tómatssósa: Hitið hvítlaukinn í olíunni en látið hann ekki brúnast. Látið allt efnið sem fer í sósuna út í pottinn og sjóðið við hægan hita í 2-4 tíma.
- Leggið sveppina í bleyti í volgt vatn í 30 mín. Bræðið smjörið á stórri pönnu,hellið olíunni saman við, hitið og bætið svo hvítlauk, gulrótum og sellerí út í og eldið þar til allt er orðið mjúkt.
- Hellið af sveppunum, geymið vatnið og látið sveppina á pönnuna. Látið sjóða í u.þ.b. 5 mín.
- Látið suðuna koma upp á vatni í stórum potti, saltið og setjið pastað út í (penne þarf að sjóða í 7 mín.) Sigtið vatnið af sveppunum og hellið því á pönnuna, hrærið. Hellið nú tómatsósunni saman við, hrærið.
- Bætið rjómanum út í og hrærið vel. Hellið vatninu af pastanu, setið það út í sósun og blandið vel. Dreifið ostinum yfir og berið fram.