Þessi desert er sumarlegur og æðislega bragðgóður. Frábær í sumarbústaðnum, út á palli eða bara heima við matarborðið ef veðrið er ekki sumarlegt! Dagurinn í dag er svo sannarlega tilvalinn í það að búa til nokkra svona.
Fyrir 4
1 kg vatnsmelóna (fræin hreinsuð úr) skræld og skorin í bita
1matsk sítrónu safi
1/4 tesk salt
1/4 tesk þurrkað chillí
Setjið allt efnið í blandara og látið maukast.
Sigtið maukið og hellið leginum í form sem sett er í frysti í u.þ.b. tvær klukkustundir eða þangað til á að bera eftirréttinn fram. Þá er krapinn tekinn með gaffli og settur í falleg glös og borinn fram.