Sumarið er komið og ansi margir á faraldsfæti. Hvort sem er innan- eða utanlands, þá fylgir því oft minni hreyfing en samt meira ferðalag. Fyrir fólk eldra en tvívetra þá getur það síðan reynst þrautinni þyngra að koma sér aftur af stað eftir sumarið þegar grillhátíðinni er lokið. Lausnin við því er einföld. Þú hættir einfaldlega ekki að æfa þig.
Það er mikill misskilningur að þú getir ekki æft þig ef þú hefur ekki æfingasal með öllum þeim tækjum og tólum sem við höfum mörg hver vanist. Til eru endalausar æfingar sem hægt er að gera með líkamsþyngd og með því að notast við náttúruna. Hér fyrir neðan eru nokkrar æfingar sem þú getur framkvæmt og haldið þér í sæmilegu formi með tiltölulega lítilli fyrirhöfn. Korter, 1-2 sinnum á dag kemur skapinu ætíð í lag. Framkvæmdu allar æfingarnar með eins lítilli hvíld á milli og mögulegt er og styttu þar með æfingatímann.
Og svo að lokum, gleðilegt sumar!
Framstig:
[youtube width=”600″ height=”320″ video_id=”Z2n58m2i4jg”]
Uppsetur:
[youtube width=”600″ height=”320″ video_id=”1fbU_MkV7NE”]
Armbeygjur:
[youtube width=”600″ height=”320″ video_id=”Q7cPaJZoOng”]
Froskahopp:
[youtube width=”600″ height=”320″ video_id=”GvTeWVyJKNE”]
Plankinn:
[youtube width=”600″ height=”320″ video_id=”MHQmRINu4jU”]
Hliðarkviðkreppur:
[youtube width=”600″ height=”320″ video_id=”RPS_4lgIpr4″]
Hnébeygjur:
[youtube width=”600″ height=”320″ video_id=”lDrXqXRPVTg”]
Framkvæmdu allar æfingarnar í röð, án hvíldar ef mögulegt er. Að hringnum loknum þá skaltu hvíla í 1-2 mínútur og endurtaka 3-5 sinnum. Athugið að ég minnist ekkert á fjölda endurtekninga. Það er einfaldlega vegna þess að fólk er mismunandi að styrk og getu og skal það haft í huga þegar ráðist er í þessar æfingar. Ef þú getur einungis framkvæmt 5 endurtekningar þá gerirðu 5 endurtekningar. Ef þú getur fleiri þá gerirðu fleiri. Markmiðið með þessum æfingum er ekki að koma þér í einhvers konar súperform heldur til að viðhalda ákveðnu formi eins vel og mögulegt er.
Athugið að þessi æfingalisti er alls ekki tæmandi. Með smá hugmyndaflug að vopni má bæta við tugum ef ekki hundruðum æfinga til viðbótar. Einnig má minnast á langa og góða göngutúra, skokk, hjólreiðar o.fl. í þeim dúr. Markmiðið er hreyfing.
Hreyfðu skrokkinn. Hann þarf á því að halda og það bætir og kætir!
Ragnar er lærður einkaþjálfi og gengur undir nikkinu “Letispillirinn” og starfar sem slökkviliðsmaður dags daglega