Ætla að lifa á 750 krónum á dag í viku

Heitar umræður hafa verið undanfarna daga um ráðstöfunartekjur heimilanna og hvað okkur er ætlað að eyða í matarinnkaup miðað við tölur frá ríkisstjórn.

Samkvæmt ríkistjórn eiga um 750 kr að duga á dag fyrir fullorðna manneskju til að lifa af og fá þau næringarefni sem okkur eru nauðsynleg.

Ég hef ákveðið að gangast við þeirri áskorun að lifa í eina viku á 750 kr á dag.

Það hljómar kannski ekki eins og mikil áskorun í eyrum ríkisstjórnar þar sem þau telja þetta eðlilega tölu, en þar sem að ég hef tekið saman hjá mér matarinnkaup síðustu daga þá sýnist mér á öllu að nær ómögulegt sé að komast af á 750 kr.

Næstu 7 daga mun ég skrifa um mína reynslu og pósta matardagbók og uppskriftum að máltíðum sem hægt er að elda á ódýran máta daglega hér á Hún.is og á Facebook síðu (Mataráskorun Ríkisstjórnar Íslands).

Hvort mér takist að lifa á 750 kr er svo stóra spurning en þeir segja að þetta sé hægt svo við bara treystum því.

Endilega fylgist með hérna á Hún.is og munið að líka við Facebookar síðuna til að sýna stuðning um málefni sem varðar okkur öll.

Verði mér að góðu

Gerður Arinbjarnar.

40814_10151520597402300_987492343_n

 

  http://credit-n.ru/about.html http://credit-n.ru/offers-zaim/moneza-online-zaym.html

SHARE