Ætlar að vera í flottu formi á næsta ári – Aðalheiður Ýr

Aðalheiður Ýr Ólafsdóttir átti svo sannarlega gott ár og við spurðum hana hvað hefði verið eftirminnilegast á árinu 2012:

Ætli það séu ekki bara öll mótin mín sem ég hef keppt á árinu, en þetta var stórt keppnisár hjá mér keppti á 7 mótum í model/bikini fitness. Finnst voða erfitt að gera uppá milli þeirra alltaf gaman að taka þátt og enn betra að sigra! Ólýsanleg tilfinning! Og þá stendur efst uppúr Íslandsmeistaratitill í apríl, Loaded Cup meistari í Danmörku í apríl og heimsbikarmeisti í Budapest í júní.

Árið endaði svo á því að Aðalheiður varð bikarmeistari hér heima í nóvember og heildarsigurvegari á mótinu af 65 keppendum svo hún segist varla geta verið sáttari með árið.

Nú eru áramótin á næstu dögum og við spurðum Aðalheiði útí hvernig hún myndi fagna þeim og hver plönin fyrir næsta ár væru:

Áramótunum verður fagnað í faðmi fjölskyldunnar. Mér finnst skipta mestu máli um áramót að vera með sínum nánustu, borða góða mat, horfa á áramótaskaupið, rifja upp liðið ár og fagna komandi ári.

Ég vona að árið 2013 verði gott ár líka, ég er ekki komin með nein ákveðin plön um mót á árinu. Eina sem er ákveðið að ég ætla að vera þjálfa aðra kroppa í World Class á fullu á nýju ári og er ég spennt að t.d. þjálfa núna nokkar stelpur fyrir íslandsmótið í apríl og fer svo á stað með nýtt Fitness Form námskeið núna 7.jan. En ég og Kristbjörg Jónasdóttir erum búnar að vera með Fitness Form lokað átaksnámsekið núna saman í ár, byrjuðum í janúar í fyrra.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here