Kylie Jenner hefur verið að kúra sig upp á Travis Scott að undanförnu og þá hefur hennar fyrrverandi, Tyga, farið að hafa áhyggjur. Hann er viss um, að ef hann fari ekki að reyna að fá hana aftur muni hann missa hana að eilífu.
Tyga er farin að plana það hvernig hann eigi að ná Kylie aftur og hefur jafnvel íhugað að nota son sinn, King Cairo, sér til framdráttar í þessu. Heimildarmaður HollywoodLife segir að Tyga ætli að láta King tala við Kylie á Facetime og segja henni að hann sakni hennar. Þá muni hún örugglega koma hlaupandi til baka.