Meðan Julian McDonald var í Afganistan var herhundurinn (já það er til), Layka, skotin fjórum sinnum af óvinahermanni, af stuttu færi. Þrátt fyrir meiðslin réðst hún á árásarmanninn og yfirbugaði hann, bjargaði Julina og fleirum.
Layka þurfti að fara í 7 klukkustunda aðgerð eftir þetta og það þurfti að fjarlægja einn fót af henni, en hún lifði. Julian barðist fyrir að fá að halda henni á lífi og fékk svo að ættleiða hana.