Ævintýraleg litabók fyrir fullorðna slær vinsælustu kokkabók Parísar við

Litabók fyrir fullorðna; haganlega myndskreytt bók án lita – sem einungis sýnir útlínur leyndra skóga, ævintýradýra og draumkenndra heima. Hljómar ótrúlega – sér í lagi þar sem litabækur eru iðulega hannaðar og seldar í þeim tilgangi að gleðja börn.

.

enhanced-buzz-wide-6857-1426778565-19

Sjá einnig: „Það eru engir stelpu eða strákalitir!“ – Falleg saga af litlum dreng

coloring-books-for-adults-johanna-basford-10__880

Smáatriðunum í útlínumyndum litabókarinnar virðast engin takmörk sett

Engu að síður eru slíkar bækur til og það sem meira er; fyrsta litabók fullorðinna sem Johanna Basford skreytti og gaf út fyrir skemmstu og ber heitið Secret Garden hefur verið þýdd á ein fjórtán tungumál og hefur selst í meira upplagi en vinsælasta matreiðslubókin í París.

original-16972-1426715689-17

Sjá einnig: Vortískan: Mildir og bjartir litir með æpandi ívafi í fylgihlutum

original-18074-1426716678-9

Sjálf segir Johanna að hún hafi fengið hugmyndina í kjölfarið á kroti sem hún dúllaði sér gjarna við milli dagverka – en Johanna er bresk og hefur myndskreytt verkefni fyrir ekki ómerkari fyrirtæki en Nike og Absolut Vodka.

original-31213-1426715827-45

Sjá einnig: Litir á heimilinu – Þeir hafa áhrif á líðan þína

original-31899-1426715691-22

Ég held að allir búi yfir skapandi gáfu; allt sem þarf er tækifæri og tími til að leyfa hinu listræna að brjóta sér leið út í veröldina.

Sjálf sagði Johanna í viðtali við Buzzfeed News einnig að fyrir einum fjórum árum síðan hefði hún átt afar erfitt með að trúa því að hún ætti eftir að gefa út litabækur fyrir fullorðið fólk – sem þess utan myndu slá áður óheyrð sölumet:

Ég hef lengi heyrt fólk fleygja því fram hversu gaman að gæti orðið að lita teikningarnar mínar – sem eru línuteikningar af ævintýraveröld – og svo fór að lokum að ég safnaði þeim öllum saman og gaf út litabók fyrir fullorðna. Það verður seint sagt að litabækur fyrir fullorðið fólk hafi verið það heitasta á heimsvísu og auðvitað settu einhverjir í brúnirnar, en dæmið hefur aldeilis snúist við í kjölfar útgáfu bókarinnar.

coloring-books-for-adults-johanna-basford-7__880

Bókina – sem tók níu mánuði að hanna og setja saman, helgar Johanna afa sínum sem var garðyrkjumeistari og eyddi ævistarfinu í að snyrta tré og litfagrar jurtir í Brodick Castle Gardens sem er að finna í Skotlandi.

Ég man eftir þessum görðum sem barn – rósirnar sem uxu við kastalann, sumarhúsið og liljulagðar tjarnirnar – að leika þarna frjáls sem barn var dásamlegt í einu orði sagt. Garðarnir gældu við ímyndunaraflið og gáfu hugarfluginu byr undir báða vængi.  

.

original-2046-1426715588-29

Johanna hefur nú selt yfir milljón eintök af litabókinni, sem hefur verið þýdd yfir á ein fjórtán tungumál – en sjálf á Johanna erfitt með að trúa þeim staðreyndum sjálf.

Mér finnst auðvitað frábært að ég skuli hafa skákað vinsælustu matreiðslubók Parísar. Að hugsa sér franskar skvísur með tréliti í stað steikarpönnu í höndum er yndisleg tilhugsun.

original-32024-1426715691-3 (1)

Sjálf litabókin, sem í einu orði sagt er dásamleg, er sneisafull af smáatriðum og leyndum atriðum sem finna má í sjálfum teikningunum ef grannt er skoðað – flúruð fiðrildi, forvitnir íkornar og fallegir refir – sem gerir sjálfar myndskreytingarnar ævintýri á að líta.

Það er svo mikið fólgið í auðu blaði – ef útlínum er bætt við – með litabók má skreyta allan heiminn upp á nýtt og endurvarpa sínum eigin ljóma á blaðsíðurnar. Í upphafi ætlaði ég bara að gera bók sem mér þætti sjálfri gaman að eiga og lita; – en ég vonaðist auðvitað til að einhverjir aðrir ættu eftir að hafa gaman að bókinni líka og myndu jafnvel kaupa eintak.  Ég dreg útlínurnar í bókinni en eigandinn sjálfur gæðir blaðsíðurnar lífi með litavali sínu.

original-25078-1426715689-3

Fullorðnir gleðjast yfir bókinni því sá leikur að lita myndir getur verið svo skemmtilegt eftir erfiðan dag í vinnu, þegar streitan hellist yfir fólk og engin leið virðist út úr öllu því sem ljúka þarf við – að lita fallegar myndir getur verið svo heilandi.

original-18363-1426715588-18

Svo eru allar líkur á því að síðast þegar fullorðin manneskja tók upp tréliti hafi áhyggjur af yfirdrætti ekki verið að plaga viðkomandi – ótti við leiðinlegan yfirmann var fjarlæg hugmynd og fjármálakrísan var ljósár í burtu. Að lita fallegar myndir af ævintýraveröld virðist hjálpa fólki að tengja við þá tíma ævinnar þegar lífið var einfaldara og hversdagslegar áhyggjur voru óþekktar.

Litabókina má kaupa gegnum Amazon – smellið HÉR

SHARE