Stúlkan sem státar af frægasta bossa heims er tvítug að aldri og heitir Jen Selter, en hún heldur úti Instagram reikning sem nær 2 milljónir manns elta og býr á Manhattan, New York. Fyrir stuttu veitti hún Barcroft Media einlægt og hreinskilið viðtal, en þó afturendi hennar sé heimsfrægur vita færri hvernig hún lítur út í raun og veru.
Mêr finnst ótrúlegt hversu margir elska bossann á mér og enn skrýtnara hvað fólk er duglegt að elta mig á Instagram. Á hverjum degi bætast nýjir aðdáendur í hópinn og þetta heldur bara áfram að vinda upp á sig.
Jen segir að Instagram reikningurinn hennar snúist um það sem hún kallar „fitn-ass” sem er útúrsnúningur á enska orðinu „fitn-ess” og segir að markmið hennar sé að hvetja aðra til að fara í ræktina. Sem í sjálfu sér er dálítið öfugsnúið, því sjálf getur hún ekki lengur æft í almennum líkamsræktarsölum vegna áreitis.
Það verður allt vitlaust þegar ég mæti, ég fæ engan frið.
Kannski það komi heldur ekki á óvart, því Jen deilir daglega ljósmyndum á Instagram – af eigin bossa – í aðskornum æfingabuxum. Samt segir hún:
Ég vil ekki láta horfa á mig, mér finnst það óþægilegt.
Jen þarf þó að skipta um takt bráðlega og venjast áhorfinu, en tvítug „bossa-stjarnan” sem er búsett á Manhattan er búin að segja upp dagvinnu sinni og sinnir líkamsrækt og bossamyndatökum allan daginn, í stað þess að sinna hefðbundinni dagvinnu. Kannski Kim Kardashian megi einmitt fara að vara sig, en Jen er harðákveðin í að nýta tækifærið til fulls, eða allt þar til „bossa-blaðran” springur og vinsældirnar fara að dvína.
Þetta er bara rosalegt ævintýri og ég legg mig alla fram, ég skemmti mér konunglega. En auðvitað langar mig að byggja á þessum grunni og ná eins langt og mér er mögulegt.
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.