Við erum alltaf með símana okkar á okkur og við göngum jafnvel svo langt að sofa með hann hjá okkur. Skaðsemi þess að hafa símann öllum stundum nálægt líkama okkar er sífellt að verða greinilegri og því ber að hugsa sig tvisvar um þegar þú velur þér stað til að geyma símann þinn.
Sjá einnig:Samfélagsmiðlar og eftirsjá
1.Símar auka líkurnar á brjóstakrabbameini
Sí fleiri vísbendingar eru um að sími og brjóstakrabbamein eru tengd. Það getur verið mjög hættulegt að geyma símann í brjóstahaldaranum.
Sjá einnig:Er snjallsíminn að aflaga á þér litla fingurinn?
2. Símar eru tengdir við lága sæðistölu
Ekki eru það bara konurnar sem ættu að forðast að vera með símann mikið upp að sér, heldur er hættulegur mönnum. Síminn getur minnkað sæðistölu hjá karlmönnum, þar sem þeir geyma símann í buxnavasanum.
3. Símar hafa veirð tengdir við þunglyndi
Síminn getur ruglað í svefnmynstri þínu og getur það hatf áhrif á andlegu heilsu sína. Of lítill svefn getur leitt til þunglyndis og ruglings.
Sjá einnig: 7 skítugustu hlutirnir í þínu daglega lífi
4. símar tengjast svefnóreglu
Þunglyndi er ekki bara afleiðingar of mikillar símanotkunar, heldur hafa svefnvandamál mikið verið tengd við símanotkun. Svefnleysi getur látið bera á sér og erfitt getur verið að koma sér aftur á rétt strik.
5. Ný rannsókn sýnir skaðsemi símanotkunar
Við erum alltaf með símana okkar á okkur, hvert sem við förum og viljum helst ekki vera án þeirra, því allt líf okkar virðist vera inni í tækinu. En það sem mörg okkar viljum ekki viðurkenna er að síminn gæti einmitt verið þitt helsta böl. Það getur verið allt frá því að krabbamein, að því að eiga við svefnvandamál að stríða, eða haft slæm áhrif á andlegu heilsuna þína að mörgu leiti. Það er því mjög mikilvægt fyrir þig að hugsa um hvað þú ert að gera líkama þínum og sál með símanotkun þinni. Þú skalt ekki troða símanum ofan í brjóstahaldarann, í buxnavasann, eða að hafa hann upp við þig allan sólarhringinn. Sífellt fleiri rannsóknir leiða hinn dapra sannleika í ljós, og því ættum við að huga að því að minnka líkurnar á mögulegum skaða á líkama okkar.
Heimildir:
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.