Af hverju áttu að borða sætar kartöflur?

Sætar kartöflur eru alveg agalega gómsætar – fylltar, soðnar, steiktar, sem meðlæti eða jafnvel aðalréttur. Gildir einu. Þær eru alltaf góðar. Ekki skemmir fyrir að sætar kartöflur eru líka alveg meinhollar.

Sjá einnig: Ofnbakaðar sætar kartöflur – Hrikalega gott!

  • Sætar kartöflur innihalda meira af trefjum, E-vítamíni og C-vítamíni heldur en hefðbundnar kartöflur.
  • Sætar kartöflur innihalda mikið magnesíum sem sérhver fruma líkamans þarf á að halda.

slide02

  • Sætar kartöflur innihalda beta-karotín sem er mikilvægt fyrir tennurnar, beinin og sjónina svo eitthvað sé nefnt.
  • Sætar kartöflur innihalda flókin kolvetni og nýtast því vel sem orkugjafi.
  • Sætar kartöflur eru mjög járnríkar.

Sjá einnig: Fylltar sætar kartöflur með sterkum buffalo kjúklingi og gráðosti

Heimild: Huffington Post

SHARE