Hún Ninna Karla Katrínardóttir samdi ljóð um það sem margar konur þurfa að kljást við þegar þær hafa eignast barn, allir virðast hafa skoðanir á því hvað þú gerir. Spurðum Ninnu út í hvaðan ljóðið er sprottið:
„Það var nú bara þannig að ég er í mömmuhóp á netinu, sem byrjaði sem bumbuhópur en núna erum við alveg virkilega nánar og góðar vinkonur, áttum allar börn í nóv/des 2010. Þar var ein vinkona mín einhverntímann að „kvarta“ undan tengdamömmu sinni, um hversu afskiptasöm hún væri þegar kæmi að börnunum. Þá spannst þessi umræða út í það að við ættum eiginlega allar einhvern svona afskiptasamann í okkar lífi, hvort sem það er frænka, mamma, systir, vinkona eða hvað?“ segir Ninna Karla.
Ninna segir að ein vinkona hennar hafi sagt við sig: „Mér finnst ljóðið þitt minna mig svo mikið á ALLA sem settu sig (og setja) í dómarasæti yfir mér varðandi allt sem snerti barnið mitt. Það gátu verið vinkonur tengdó, gamlar frænkur sem voru að sjá barnið í 1. skipti og bara hreinleg einhver kelling úti í búð! Held að þetta sé bara landlægur „besser-vissera-sjúkdómur“ á landinu.. við erum alltof tilbúin til að fella dóma um aðra.“
Hér er þetta dásamlega ljóð hennar Ninnu
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.