Hvers vegna laðast yngri karlmenn að eldri konum og hvaða eiginleikar gera þroskaðar mæður að eftirsóknarverðum bólfélögum? Ein lífseigasta mýtan að baki goðsögninni um kynþokkafullu húsmóðurina er sú að allir karlmenn séu undir niðri þjakaðir af Ödipusarduld; þeas. þrái að yfirbuga eigin föður, skríða upp í ból eigin móður og taka sér þannig stöðu karlmannsins á heimilinu.
Freud: Karlmenn girnast eigin móður og konur dreymir um að hafa typpi
Það sagði Freud í það minnsta. En sá ágæti fræðimaður fullyrti reyndar líka að allar konur væru þjakaðar af reðuröfund og hlytu undir niðri að þrá að klæðast skóm karlmanns; að fullorðinsár kvenna einkenndust af erfiðum innri átökum sem snerust um þau sáru vonbrigði að hafa fæðst án getnaðarlims.
MOM: Vinsælasta leitarorðið á klámsíðunni Pornhub
Hverju sem því líður (og blessuð sé minning Freud) er MILF klám, samkvæmt kokkabókum Playboy (og óteljandi rannsóknum) ein eftirsóknarverðasta tegund klámmynda sem gagnkynhneigðir karlmenn leita uppi á netinu í dag. Playboy staðhæfir einnig að þriðji vinsælasti efnisliðurinn á klámsíðunni Pornhub sé MILF, sem fylgi fast á hæla leitarorðanna HD (High Definition) og Teen. Þó ótrúlegt megi virðast er fantasían svo vinsæl að leitarorðið MOM skákar bæði þríkanti (threesome) og munnmökum (blowjob).
Kindle notendur geta valið úr tæplega 2000 erótískum MILF verkum
Lostafullar mæður eru þó ekki einungis vinsælastar á netinu, því vinsældir MILF klámmynda eru slíkar að rafræn hólf Amazon eru sneisafull af efnisliðnum og þannig má finna yfir tæplega 2000 erótísk MILF ritverk sem fáanleg eru fyrir Kindle notendur; þess á meðal titilinn MILKING THE MILF; fantasíuna um hina einstæðu móður sem er mjólkuð af heilu fótboltaliði í bókstaflegri merkingu. Erótíska verslunin Adam & Eve býður þannig upp á og selur einar 500 MILF klámmyndir og svona mætti lengi telja.
Fantasían um eldri konur í hrópandi mótsögn við þekktar kenningar þróunarsálfræði
Sem vekur skiljanlega upp spurninguna: Hvernig stendur á því að MILF klám tröllríður klámiðnaðinum og vekur upp svo mikinn áhuga meðal gagnkynhneigðra karla? Samkvæmt kenningum þróunarsálfræðinnar laðast karlmenn að þrýstnum konum sem tróna á hátindi frjóseminnar – eða yngri konum sem geta alið heilbrigð afkvæmi í heiminn. Hvernig má þá vera að yngri karlmenn girnist eldri konur, sem eru síður líklegri til að ala þeim fyrrnefndu hraust börn? Hvað í ósköpunum veldur vinsældum eldri kvenna í svefnherberginu?
Karlar laðast að sjálfsöruggum, þroskuðum og víðsýnum konum
Sérfróðir draga þær kenningar í efa að þær konur sem falla undir MILF skilgreininguna þyki aðlaðandi af þeirri einföldu (og afbökuðu) ástæðu að allir karlmenn þrái að sænga hjá eigin móður. Sennilega hefur fantasían ekki nokkurn skapaðan hlut að gera með þá leyndu þrá að sænga hjá eigin móður. Í kokkabókum karlaritsins Playboy er þá kenningu að finna að jafnvel laðist karlar oftlega að „alvöru konum” sem búa yfir óumdeildu sjálfstrausti, þekkingu og visku í svefnherberginu; konum sem þekkja á eigin líkama og þrár og njóta sín þar af leiðandi til fullnustu í einkalífinu.
Ödipus myrti föður sinn, kvæntist móður sinni og stakk svo úr sér augun
Og þá aftur að kenningum Freud, sem staðhæfði að ófáir karlar væru sárt þjakaðir af Ödipusarduld, en heilkennið nefndi Freud eftir grísku goðsögninni um sjálfan Ödipus, sem myrti föður sinn án þess að gera sér grein fyrir skyldleika þeirra, varð ástfanginn af og kvæntist móður sinni fyrir misgáning og stakk að lokum úr sér bæði augun, yfirbugaður af harmi, þegar hið sanna rann upp fyrir honum. Freud vildi meina að allir ungir drengir færu gegnum skammlíft tímabil þar sem þeir þráðu móður sína á laun og leggðu fæð á feður sína að sama skapi. Flestir drengir yfirstíga tímaskeiðið, að mati Freud, sem sagði þó að drengir létu einungis af þráhyggjunni þegar upp fyrir þeim rynni að sennilega myndu feður þeirra skera undan þeim sömu, ef þeir héldu uppteknum hætti áfram.
Kenningar Freud þykja umdeildar og Ödipusarduldin sér í lagi
Getur eitthvað verið hæft í þeirri lífseigu mýtu að gagnkynhneigðir karlmenn losti eftir þroskuðum, eldri konum vegna undirliggjandi Ödipusarduldar? Að klámiðnaðurinn bókstaflega þrífist á gerð blárra mynda þar sem eldri konur fara í forsvari af þeirri ömurlegu ástæðu að karlar þrái leynt og ljóst að sænga hjá eigin móður? Að öllum líkindum ekki. Umdeildar kenningar Freud um reðuröfund, Ödipusarduld og fleiri skyldar raskanir komu fyrst á sjónarsviðið fyrir hartnær öld síðan og þrátt fyrir að Freud hafi þótt brautryðjandi á sviði sálfræðinnar, hafa sárafáar rannsóknir komið fram síðar sem styðja kenninguna um lostann eftir eigin móður.
Líklegra að karlar þrái kynferðislega sjálfsöruggar og þroskaðar konur
Önnur kenning er sú að karlar telji eldri konur kynferðislega sjálfsöruggari en yngri konur og helst hún í hendur við þá hugmynd að konur nái þá fyrst kynferðislegum hátindi þegar þrítugsaldrinum er náð, sem geri þær hinar sömu að ákjósanlegum og freistandi bólfélögum – sér í lagi fyrir yngri menn, sem eru að kljást við eigin hormóna og yfirdrifna kynhvöt.
Rannsóknir Kinsey þóttu sýna að eldri konur fái oftar fullnægingu
Til eru viðurkenndar rannsóknir sem styðja við síðarnefndu kenninguna. Í umfjöllun Kinsey um kynhvöt kvenna kemur m.a. fram að konur um og yfir þrítugt nái oftar hátindi fullnægingar í svefnherberginu. Þess utan hafa síðari rannsóknir einnig leitt í ljós að konur á aldrinum 27 til 45 ára hugsi oftar um kynlíf á daglegum grundvelli, hafi meiri áhuga á kynlífi án skuldbindinga og njóti líkamlegra atlota meir en kynsystur þeirra á öðrum aldursskeiðum ævinnar. Þá hefur sú kenning einnig átt nokkurs fylgis að fagna að konur öðlist aukinn áhuga á kynlifi þegar árin taki að færast yfir, þar sem líkamsklukka þeirra og að sama skapi dvínandi frjósemi knýji þær sömu áfram til að viðhalda eigin genum með því að fæða afkvæmi í heiminn.
Konur á þrítugs- og fertugsaldrinum afar sjaldan stjórnlausar kynbombur
Kannski hafa kenningarnar eitthvað til síns máls; en munurinn er sáralítill í raun. Konur á þrítugs- og fertugsaldrinum eru ekki knúnar áfram af stjórnlausri kynhvöt – svo virðist einfaldlega sem þær séu kynferðislega sjálfsöruggari og opnari fyrir líkamlegum atlotum en yngri kynsystur þeirra. Jafnvel liggja líffræðilegar ástæður að baki, nema ef vera skyldi að kona sem hefur lært að þekkja eigin líkama og lagt ákveðna reynslu að baki hafi öðlast aukið sjálfstraust í rúminu og njóti þar af leiðandi lostafullra leikja meir en á árum áður. Að öllum líkindum gerir því kynferðislegt sjálfsöryggi konunnar hana meir aðlaðandi í augum karla en nokkuð annað.
MILF klám túlkar hina þroskuðu konu sem er ofan á í svefnherberginu
Þeir þættir sem skilja MILF klám frá öðrum gerðum erótískra fantasía og er þar átt við efni sem framleitt er fyrir gagnkynhneigða einstaklinga, eru lostafullt frumkvæði, sálrænn styrkur og stjórnunarhæfileikar konunnar í svefnherberginu. Nýleg rannsókn sem birt var á vegum Journal of Sex Research og spannaði skilgreiningu á hlutverki kvenna í annars vegar 50 MILF klámmyndum og 50 TEEN klámmyndum leiddi í ljós að þær leikkonur sem voru í aðalhlutverkum í MILF mynda voru 2.5 sinnum líklegri til þess að hafa frumkvæði að kynlífi og 9 sinnum líklegri til að vera leiðandi í svefnherberginu, sitja við stjórnvölinn í rúminu og veita karlmanninum leiðbeinandi aðhald meðan leikar stóðu yfir.
MILF klám túlkar einnig valdamiklar konur í stjórnunarstöðum
Þess utan sýndi sama rannsókn fram á að engin þeirra leikkvenna sem fóru með aðalhlutverkin í TEEN (unglinga) klám- og erótískum kvikmyndum þar sem handrit var til staðar, gegndi hærri stöðu en karlmaðurinn og voru allflestar leikkonurnar að túlka ýmist táningsstúlkur af lágum þjóðfélagsstigum eða í þjónustuhlutverki, meðan leikkonur í MILF hlutverkum voru iðulega látnar túlka konur af hærri þjóðfélagsstigum; kennara, dómara, vinnuveitendur og viðskiptajöfra, meðan karlkyns félagar þeirra gegndu að sama skapi undirmanna, nemenda og þjóna.
Fantasían um hina þroskuðu konu er umvafin femínískum ljóma
Að fyrrgreindu sögðu er auðvelt að ætla að raunveruleg ástæða þess að karlar laðast að sér eldri konum sé sú staðreynd að fjölmargir karlar laðast að valdamiklum konum í stjórnunarstöðum; í það minnsta sjálfsöruggum konum sem þekkja og kunna á líkama sinn sem og lífið og hafa fullt vald á kringumstæðum. Þó ótrúlegt megi virðast, þar sem klámmyndir þykja í yfirgnæfandi mæli sýna konur í niðurlægjandi ljósi, þykir losti karla eftir sér eldri konum einnig endurspegla femínísk áhrif á vinnumarkaðinn, þar sem rótgróin hlutverk kynjanna hafa umbreyst á undanförnum árum og fleiri konur en nokkru sinni fyrr gegna stöðum stjórnenda á atvinnumarkaðinum.
Ófáum körlum dreymir um að afsala sér kynferðislegum völdum í svefnherberginu
Í öðrum tilfellum má rekja rætur fantasíunnar um hina þroskuðu konu sem situr við stjórnvölinn til þeirrar leyndu þrár ófárra karla að vera undir í svefnherberginu, að vera leiddur áfram af sterkri konu sem veit sínu viti og fær sínu fram. Rannsókn sem birtist í Journal of Sex & Marital Therapy sýndi þannig fram á að yfir 15% þeirra karla sem tóku þátt í rannsókninni viðurkenndu fúslega að hafa gælt við þá fantasíu að vera þiggjandi í svefnherberginu, fremur en að ráða ferðinni.
Körlum þykir æsandi tilhugsun að fullnægja konu sem þekkir líkama sinn
Að sjálfsögðu á losti karla eftir sér eldri konum ekki einungis rætur að rekja til þeirrar fantasíu að vera tekinn með valdi af sér sterkari konu. Þvert á móti má ætla að ákveðið hlutfall karla laðist einfaldlega að eldri konum þar sem auðveldara sé að fullnægja konu sem þekkir á líkama sinn og er óhrædd við að biðja um það sem hún þráir og þarf á að halda. Heilbrigðum karli með eðlilega kynhvöt er eðlislægt að sækjast eftir því að veita ástkonu sinni unað og þannig eykur þekking kvenna á eigin líkama líkurnar á því að augnablikin undir sænginni verði ánægjulegri, ævintýralegri og sterkari jákvæð upplifun en ella.
Fantasían um MILF byggir á þrá eftir „náttúrulega mótaðri” konu
Kannski á fantasían einnig rætur sínar að rekja til þeirrar staðreyndar að svonefndar MILF eru raunverulegri í útliti en stúlkurnar í glansritunum; búa yfir öllu eðlilegri og raunverulegri ásýnd en stúlkurnar á tískupöllunum. Dæmigerð MILF er konan sem ber fyrir augu karla í hversdagslífinu og gæti allt eins búið í næsta húsi – og sú fantasía þykir mörgum karlmönnum aðgengilegri og raunhæfari – að láta sig dreyma um konu með náttúrulegar línur en ekki kvenlegan líkama sem virðist meira eða minna vera mótaður úr plasti.
MILF mýtan hefur ekkert með móðurhlutverkið að gera
Fantasían um hina þroskuðu móður, eða MILF eins og klámiðnaðurinn kýs að kalla þær sömu – virðist því lítið sem ekkert hafa með þann afbakaða draum að sænga hjá eigin móður að gera. Hvort um raunverlegar mæður er að ræða, virðist einnig skipta minnstu máli í þessu samhengi. Öllu skiptir hins vegar að konan sé sátt í eigin skinni, kynferðislega sjálfsörugg og afslöppuð í nálgun.
Fallegust er konan þegar hún er sátt í eigin skinni
Þær konur sem hafa náð því eftirsóknarverða markmiði að vera sáttar í eign skinni, hafa lært á eigin líkama og þekkja sínar eigin lostafullu þrár og kynferðislegu langanir eru einfaldlega þokkafullar ásýndar og þar eru öll æviárin sem hinar sömu hafa lagt að baki, þeirra helsti styrkur.
Þroskaðar konur búa margar yfir óhömdu aðdráttarafli
Þetta eru hinar raunverulegur ástæður þess að svo margir karlar girnast sér eldri konur, því hinar sömu hafa lagt ákveðna reynslu að baki sem hefur gert þeim kleift að kynnast ekki bara eigin líkama, heldur eigin þörfum. Þær hinar sömu eru óhræddar við að sýna fram á þekkingu sína, hlusta á hjartað og segja frá því sem þeim lostar eftir. Lánsamar eru því þær konur sem sættast við líkama sinn, umfaðma eigin línur og læra að hlusta eftir eigin fantasíum. Því þær búa yfir eiginleikum sem gera þær velflestar að einum kynþokkafyllstu konum heims.
Heimild: Playboy
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.