Af hverju er svona lítið um alvarlega glæpi á Íslandi? – Ameríkani skrifar um Ísland

Andrew Clark sem nemur lögfræði í heimalandi sínu, Bandaríkjunum veltir fyrir sér hvernig getur staðið á því að lítið er um alvarlega glæpi á Íslandi þó að margir eigi þar byssur.  Hann skrifar þessa frábæru grein sem birtist á bbc.co.uk:

“Ég er alinn upp í Nýja Englandi og samt var eitthvað alveg sérstakt við að lenda í íslenskum byl. Maður missti eiginlega móðinn, vindurinn reif í mann og það sveið undan haglinu. Ég dró ferðatöskuna eftir gangstéttinni sem varla var hægt að komast eftir fyrir sköflum og þá stoppaði eldri maður jeppann sinn og spurði mig hvort ég vildi fá far.

Varla var þetta í lagi. Af hverju skyldi ég fara inn í bíl hjá ókunnugum manni?

Þó að mér hafi verið innrætt að fara aldrei upp í bíl há ókunnugum, fór ég inn í bílinn og fann á mér að ekkert illt myndi henda mig. ”

Andrew kom til Íslands til að rannsaka af hverju eins lítið er hér um glæpi og raun ber vitni um

Ég var nú einu sinni að koma hingað í annað sinn á sex mánuðum til að vera hér í viku að rannsaka af hverju eins lítið er um glæpi hér og raun ber vitni um.  Undanfarin þrjú ár hafði ég verið að lesa alþjóðleg lög við lagadeild Suffolk háskólans í Boston.

Þegar ég kom fyrst til Reykjavíkur í ágúst 2012 var ég búinn að ganga frá efni lokaritgerðar minnar og átti hún að vera um nethernað (cyber warfare) og Genfar samþykktirnar. En þegar ég var búinn að vera þessa viku á Íslandi breyttust viðhorf mín. Mér fannst satt að segja notalegt hverni ég varð að hugsa málin alveg upp á nýtt vegna þess sem ég varð áskynja.

Andrew segir að mjög lítið sé um ofbeldisglæpi hér á landi og að fólk virðist ekki hafa áhyggjur af öryggi sínu og barna sinna. “Lítil börn voru oft ein úti að leika sér. Ég hafði dvalið um tíma í Noregi, Svíþjóð og Danmörku og þar var ástandið allt annað. Þegar ég var kominn aftur heim breytti ég um viðfangsefni ritgerðar minnar.” Segir Andrew.

Mig langaði til að rannsaka af hverju ástandið er jafngott á Íslandi og raun ber vitni. 

Ekki er neitt einhlítt svar til við því af hverju tíðni ofbeldisglæpa er hvergi lægri en á Íslandi.  – Andrew tók einnig eftir því og furðaði sig á því að margir læsa ekki hjólum sínum hér á landi.

Árið 2011 var á vegum Sameinuðu þjóðanna (UNODC) gefin út skýrsla um manndráp um allan heim  (Global Study on Homicide) og þar segir að á árunum 1999-2009 hafi árleg manndráp á Íslandi aldrei farið yfir 1.8 á hver 100,000 manna.

Morð í nokkrum löndum árið  2009

  • Brasilía 43,909
  • Danmörk 47
  • Ísland 1
  • Bretland 724
  • Bandaríkin 15,241

Heimild: Rannsóknarskýrsla Sameinuðu þjóðanna (Global Study on Homicide)

Á sama tímabili var fjöldi myrtra í Bandaríkjunum á hverja 100,000 íbúa milli 5.0 og 5.8.

Ég ræddi við fjölda manns, lögfræðinga, fólk úr ríkisstjórninni, blaðamenn og borgara og niðurstaðan er sú að það er í raun ómögulegt að segja af hverju staðan er eins og hún er á Íslandi.

Engin stéttaskipting á Íslandi samkvæmt Andrew, erum við íslendingar sammála því?

Fyrst vil ég nefna – og ef til vill skiptir það mestu, að það er eiginlega engin stéttaskipting á Íslandi. Þess vegna eru svo til engin átök vegna efnahags fólks og það þekkist varla í nokkru öðru landi.

 

Börn efnamannsins fara í sama skóla og öll önnur börn. 

Nemandi einn til meistaragráðu við háskólann í  Missouri rannsakaði stéttarskiptingu á Íslandi og af þeim sem tóku þátt í ransókninni töldu  1.1% sig vera af efri stigum en 1.5% töldu sig vera af lægri stétt.

Hin 97% sögust vera í efri mið-stétt, lægri mið-stétt eða verkamenn.

“Ég talaði við þrjá þingmenn og einn þeirra var Björgvin Sigurðsson, fyrrverandi þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Hann taldi, rétt eins og flestir þeirra sem ég talaði við, að tiltölulega lága glæpatíðni á Íslandi mætti fyrst og fremst þakka janfréttinu og jafnstöðu fólks.”:

“Börn hinna mestu athafnamann fara í sama skóla og öll önnur börn, sagði Björgvin og skólakerfið eins og líka heilbrigðiskerfið styðja við menningu sem byggir á jafnstöðu“.

Byssur lítið notaðar í glæpum hér á landi:

Þegar glæpir eru framdir á Íslandi koma byssur venjulega ekki við sögu þó að nóg sé til að byssum í landinu. Á Íslandi búa liðlega 300,000 manns og samvkæmt skotvopnaskránni eru um 90,000 byssur í landinu.

Þó að byssueignin sé svona mikil er ekki auðvelt að fá byssuleyfi. Menn verða að framvísa læknisvottorði og taka skriflegt próf til að fá leyfið.   Lögreglan er ekki vopnuð með þeirri undantekningu þó að sérsveitin, Víkingasveitin ber vopn. Víkingasveitin er sjaldan kölluð á vettvang.

Í skýrslu UNODC frá 2012 segir að það sé tiltölulega lítið um hörð fíkniefni á Íslandi.

Íslendingar reyna að koma í veg fyrir glæpi eða að stöðva ferlið  á byrjunarreit. Þess vegna er nú unnið að því á Alþingi að setja lög sem munu draga tennurnar úr samtökum um skipulagða glæpastarfsemi. Allt frá árinu 1973 hefur verið unnið ötullega að því að  sporna við fíkniefnanotkun í landinu.   Þá var stofnaður fíkniefnadómstóll og á fyrstu tíu árunum lauk um 90% allra mála  með sekt.

Það er eitthvað alveg óviðjafnanlegt við íslensku þjóðfélagsgerðina sem manni virðist að aðrar þjóðir gætu reynt að taka sér til fyrirmyndar í viðureign sinni við glæpi heima fyrir.

Þegar ég var að koma mér fyrir í aftursætinu á jeppanum þarna um morguninn spurði maðurinn mig og brosti til mín, hvort ég þyrfti aðstoð við að koma töskunni fyrir. Ég þekkti manninn auðvitað ekki en samt var ég fullkomlega öruggur með mig – Segir Andrew að lokum

Greinina er hægt að sjá á ensku hér.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here