Þessi mynd, sem sýnir lítinn dreng læra, á gangstétt fyrir utan McDonald´s í Filipseyjum hefur farið víða á internetinu að undanförnu. Hinn 9 ára gamli Daniel Caber er myndaður þar sem hann sigur á gangstéttinni, með krosslagða fætur, einbeittur á svip og notar bekk sem borð fyrir bókina sína.
Sjá einnig: Hugrakkur drengur sýnir umheiminum líkama sinn
Joyce Torrefranca tók myndina og birti hana á Facebook síðu sinni.
Undir myndina skrifar hún:
Ég vona að þessi drengur muni veita milljónum manna hvatningu.
Joyce segir svo í viðtali að Daniel og 7 ára gamall bróðir hans séu yfirleitt fyrir McDonald´s með móður sinni til að betla mat og smáaura. Drengirnir vinna svo heimavinnuna sína þarna af því þeir eru ekki með neitt rafmagn á heimili sínu og bílalúgan á McDonald´s veitir þeim nægilega birtu.