ATH. Þessi grein er aðsend, í Þjóðarsálinni getur fólk sent inn greinar, nafnlaust. Skoðanir sem að birtast í innsendu efni endurspegla ekki skoðanir Hún.is.
Mig langaði að koma skoðun minni á framfæri einhversstaðar. Ég hef lengi spáð í atvinnuleysisbótum eftir að þeim var úthlutað á fullu síðustu ár. Fullt af fólki missti vinnuna og þurfti á þeim að halda meðan verið var að reyna að finna sér nýja vinnu. Kerfið okkar býður hinsvegar upp á mikla misnotkun á því og það eru svo sannarlega margir sem notið hafa góðs af kerfinu okkar sem eru ekki endilega þeir sem mest þurfa á því að halda.
Er það eðlilegt að fólk geti hangið á atvinnuleysisbótum árum saman og segist ekki finna sér neina vinnu þegar fullt af störfum eru í boði? oft hefur til dæmis verið fjallað um fyrirtæki sem leita eftir starfsfólki en enginn sækir um, af hverju stafar þetta?
Er það sanngjarnt að fólk vinni myrkranna á milli og rétt nái endum saman vegna þess að það vill vinna í staðinn fyrir að liggja á spenanum endalaust, meðan aðrir kjósa að vera frekar heima á atvinnuleysisbótum? það er til fullt af fólki sem tekur bara þá vinnu sem býðst, alveg sama hvort að þeim finnist vinnan “fyrir neðan þeirra virðingu” eða ekki. Fólki finnst þá skárra að vera í það minnsta að vinna í staðinn fyrir að vita af því að það geti ráðið sig í vinnu en velja það að láta ríkið og skattgreiðendur sjá fyrir sér.
Ætti ekki frekar að reyna að styrkja ungt fólk í því að mennta sig, ættu allar þessar bætur sem sumt fólk misnotar svo sannarlega ekki að fara frekar í styrk til að geta stundað skólann? er það sanngjarnt að námsmenn séu með dýr námslán að baki af því þau hafa metnað en þeir sem eru heima alla daga og vinna ekki neitt fái atvinnuleysisbætur. Hvar er sanngirnin í þessu? ætti ekki líka að styrkja það fólk sem er í frumkvöðlastarfsemi og jafnvel að byggja upp fyrirtæki en hefur ekki mikinn pening milli handanna og getur ekki borgað sér laun? á ekki að reyna að efla fólk á jákvæðan hátt.
Það eru ýmsir gallar í þessu kerfi..
Tökum dæmi, kona sem er nýbúin að eignast barn á engan rétt á fæðingarorlofi ef hún hefur ekki getað borgað sér laun síðustu mánuði, hinsvegar á hún rétt á fæðingarorlofi ef hún hefur verið á atvinnuleysisbótum síðastu mánuði, þá fær hún orlof eins og ef hún hefði verið í fullri vinnu einhversstaðar. Konur sem ekki hafa lifað á ríkinu hinsvegar fá ekkert nema fæðingarstyrk. Skilaboðin eru því þessi: vertu frekar á atvinnuleysisbótum ef þú ert ekki með vinnu.
Það er því eiginlega verið að hvetja fólk til að vera á atvinnuleysisbótum. Það virðist bara vera val, ef þú missir vinnuna og sættir þig ekki við þær vinnur sem eru í boði, færðu atvinnuleysisbætur. Allir hinir sem taka bara þá vinnu sem býðst, eru því í raun með litla hvatningu, nema bara frá sjálfum sér, það er nefninlga enn til fólk sem vill vinna fyrir sér sjálft og vill ekki endalaust lifa á öðrum þeim algerlega ótengdum, skattgreiðendum.
Auðvitað eru sumir sem þurfa á þessu að halda en þarf ekki að setja einhvern ramma utan um þetta? við heyrum öll um kerfisfræðingana sem mjólka ríkið og kunna aldeilis á hvernig kerfið á Íslandi virkar. Þetta fólk er fólkið sem oft hleður niður börnum, lifir á spenanum á ríkinu allt sitt líf og býr í félagsíbúðum. Treystir alltaf á einhvern annan til að sjá fyrir sér og nýta svo þennan pening í sína neyslu. Þetta fólk er byrgði á kerfinu og þetta fólk þarf að virkja til að fara á vinnumarkaðinn. Þetta fólk mun svo sannarlega ekki fara þangað ótilneytt. Þetta fólk verður sér út um allskyns fríðindi, passar að skrá sig aldrei í sambúð og passar að láta aldrei neitt skerða bæturnar sínar.
Kerfið er meingallað og þeir sem þurfa á hjálp kerfisins að halda allra mest eiga að fá hana, fólkið sem er duglegt og metnaðarfullt þarf að fá hvatningu og hún kemur svo sannarlega ekki með því að sjá allt fólkið sem lifir á ríkinu endalaust. Við þekkjum öll eitthvert félagsmálakeis, það er til í dæminu að fólk sé hreinlega bara latt! og það réttlætir ekki að ríkið styrki þá endalaust.
Styðjum fólkið sem virkilega þarf á því að halda.. það þarf einhvern ramma að setja utan um þetta. Ég nenni ekki að borga undir fólk sem nennir ekki að vinna.