Af hverju fær maður krumpaða fingur og tær í baði?

Við vitum það öll að þegar við erum lengi í baði, sundi eða bara í vatni yfirleitt þá verða fingur og tær gjarnan eins og rúsínur. Við vitum kannski ekki öll af hverju þetta gerist en nú hafa breskir vísindamenn komið með eina mjög góða skýringu á þessu.

Skýringin er sú að þegar hendur og fætur verði svona krumpaðar þá séum við með betra grip og hafi það hendað fornmönnum afar vel þegar þeir klifruðu til dæmis í trjám.

Þeir gerðu tilraunir með þetta og létu fólk taka blautar glerkúlur úr vatni og færa þær í annað ílát.  Annar hópur þeirra sem tók þátt í tilrauninni hafði verið með hendurnar í vatni og hinn ekki og svo var tekinn tíminn á báðum hópum. Þá kom í ljós að þeir sem voru orðnir krumpaðir á höndunum voru 12% fljótari að færa kúlurnar en þeir sem voru þurrir á höndunum.

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here