Stjörnumerkin: Af hverju gengur ástin ekki upp?

Það geta verið margar ástæður fyrir sambandslitum. Stundum eigum við erfitt með að skilja það hvað það er sem veldur okkur ástasorg. Var það ég? Eða var það hann/hún?

Það er erfitt að vita það með vissu en ef við lítum til stjarnanna getur það allavega gefið okkur einhverja mynd af því hvað það er sem veldur okkar ástasorg.

 

Hrúturinn

21. mars – 19. apríl

Hrúturinn er eitt þeirra merkja sem er rosalega góðhjartað. Góðmennskan skilar sér þó ekki alltaf til annarra og hrúturinn getur virkað sem sjálfhverfur, sjálfmiðaður og alls ekki spenntur fyrir langtímasambandi eða því að deila lífi sínu með öðrum. Þetta getur verið ástæða þess að það er erfitt fyrir Hrútinn að finna sér lífsförunaut.

Nautið

20. apríl – 20. maí

Nautið er traustur vinur en líka þrjóskari en allt! Það á erfitt með að grafa stríðsöxina og getur verið reiður í mjög langan tíma, lengur en þörf krefur.

Jafnvel þó maki Nautsins játar misgjörðir sínar og biðst afsökunar getur reiðin kraumað í því. Það er nóg til að ýta öllum í burtu.

Tvíburinn

21. maí – 20. júní

Tvíburinn er mjög frjálslyndur. Það getur verið erfitt að sannfæra hann um að skuldbinda sig. Jafnvel þegar hann svo skuldbindur sig, á hann það til að gera bara sína hluti þegar hann vill samt sem áður.

Þetta getur verið svakalega fráhrindandi fyrir maka Tvíburans. Tvíburinn þarf að hugsa sig um tvisvar áður en hann breytir um „sambandsstatus“ á Facebook og búa sig undir viðbrögðin sem það kann að valda.

Krabbinn

21. júní – 22. júlí

Krabbinn er sá sem sér um aðra og treystir á sjálfan sig, en í ástarsamböndum á hann það til að verða mjög þurfandi og getur „kæft“ maka sinn.

Svona ástríða er ekki alltaf vel liðin og fólk kann ekki að meta þetta. Krabbinn verður að minna sig á að gefa maka sínum sinn tíma og gefa honum svigrúm.

 

Ljónið

23. júlí – 22. ágúst

Ljónið er það stjörnumerki sem mun ekki halda framhjá, sem er auðvitað mikill kostur, en Ljónið á það til að vera mikill egóisti og hégómlegur. Þetta tvennt er ekki blanda sem fólk sækist eftir í maka sínum.

Ljónið rífst kröftuglega og vill alltaf eiga síðasta orðið. Því finnst það kannski vera gera góða hluti en þetta fer virkilega í taugarnar á fólkinu í kring.

 

Meyjan

23. ágúst – 22. september

Meyjan er það merki sem á hvað erfiðast með að treysta. Hún er sú sem er hvað líklegust til að gramsa í nærfataskúffum og í „leitarsögunni“ í tölvu maka síns.

Allur efi og afbrýðisemi í samböndum mun gera útaf við sambandið áður en þú veist af. Maður verður að treysta maka sínum, jafnvel þó vantraust sé í eðli mans. Það er hægt að breyta þessu og láta ekki eftir þessu hvötum þínum.

 

Vogin

23. september – 22. október

Vonin er eitthvað sem einkennir Vogina í samböndum. Það getur valdið veseni. Hún á það til að byrja með fólki sem hún á kannski ekki samleið með og reynir að breyta viðkomandi í þá manneskju sem hún vill vera með.

Þetta er bara eitthvað sem endar með hamförum. Það vill enginn vera í svoleiðis sambandi. Vogin þarf að læra að velja eða hafna þegar kemur að ástarlífinu.

Sporðdrekinn

23. október – 21. nóvember

Sporðdrekinn er ástríðufullur, svo vægt sé til orða tekið. Stundum er ástríðan tekin sem afbrýðisemi og fáránleg hegðun. Sporðdreki, þú getur ekki stjórnað þeim sem þú elskar. Þú getur ekki ÁTT þá sem þú elskar.

Sporðdrekinn má ekki eigna sér elskhuga sína og verður að sparka þeirri hugmynd.

Bogmaðurinn

22. nóvember – 21. desember

Bogmaðurinn er týpan sem hjólar einn daginn og fer svo í köfun þann næsta. Það getur verið gaman fyrir maka hans en einnig mjög þreytandi. Bogmaðurinn hefur miklar væntingar en þær geta komið honum í vanda.

Stundum ætti Bogmaðurinn að leyfa maka sínum bara að vera heima þó hann sé að fara út að gera eitthvað. Það er ekki móðgun við lífstíl Bogmannsins. Hann verður bara að muna að það eru ekki allir jafn ævintýragjarnir og hann.

 

Steingeitin

22. desember – 19. janúar

Steingeitin á erfitt með að opna sig og treysta maka sínum. Hann lætur alltaf eins og maki hans þurfi að vinna sér inn traustið hans.

Traust er ekki eitthvað sem fólk þarf að vinna sér inn. Vantraust er eitthvað sem fólk „vinnur sér inn“. Steingeitin þarf að hætta að búast við hinu versta þó hann sé ekki með maka sinn fyrir augunum 24/7. Kæfandi afbrýðisemin verður fljót að eyðileggja sambandið.

 

Vatnsberinn

20. janúar – 18. febrúar

Vatnsberinn er mjög klár. Hann er alltaf að grínast og kemur vel fyrir sig orði. Það getur verið mjög fyndið en Vatnsberinn þarf að kunna að hætta líka.

Vatnberinn lendir oft í rökræðum og þrætum við fólk og það getur látið fólk missa áhugann mjög fljótt.

 

Fiskurinn

19. febrúar – 20. mars

Fiskurinn á það til að vera mjög tilfinninganæmur á stundum. Hann á það til að sjá mikið eftir fyrrum elskhugum sínum. Hann vill ekki vera einn, sem er allt í lagi, en hann verður að vera kominn yfir sinn/sína fyrrverandi áður en hann fer að hitta einhvern nýjan.

 

Heimildir: Higherperspectives.com 

 

SHARE