Af hverju hata sumir kóríander?

Ég þoli ekki kóríander. Mér finnst það bara ógeðslegt á bragðið og þegar það flækist í matinn minn hef ég lent í því að ég, ósjálfrátt, spýti bitanum út úr mér. Ég hef reynt, trúið mér, að láta kóríander ekki trufla mig en það gengur bara ekki upp. Kóríander hefur verið mikið „í tísku“ undanfarin ár svo það er verið í að setja það í allskonar mat.

Sumir hreinlega ELSKA kóríander og vilja hafa hann í ÖLLU. Það má eiginlega segja að fólk annað hvort elski kóríander eða hati það. En hvað veldur?

Sjá einnig: Matur sem þú verður að prófa áður en þú deyrð

Prófessorinn Russell Keast er sérfræðingur í matvælafræðum við Deakin Háskóla sem sérhæfir sig í hreyfingu og næringarfræði. Hann segir að genunum sé mest um að kenna hvernig manni líkar við kóríander.

„Lyktarskyn okkar er í nefinu og það greinir vafasöm efnasambönd í loftinu og í mat, “ segir Russell. „Lyktarskyn fólks getur verið afar mismunandi milli fólks, svo það sem ég get upplifað þarf ekki að vera það sama og þú ert að upplifa. Það sem spilar inn í upplifunina er magn, gerð og hvernig lyktarskyn þitt virkar.“

Það er lyktarskynið sem ákveður hvaða bragð við finnum þegar við borðum kóríander. Þú getur fundið sápubragð af kóríander frekar en kryddjurtabragðið sem aðrir finna. Kóríander er aðeins ein af þeim fæðutegundum sem er rosalega misjafnt hvernig fólk upplifir bragðið af. Bragðið sem við finnum af brokkólí/spergilkáli getur líka verið mjög misjafnt milli manna.

Sjá einnig: Matur sem kemur þér í vont skap

„Ein manneskja þolir ekki brokkólí af því hún finnur ramt bragð af því, með skynfærum sínum, sem aðrir finna ekki og upplifa enga beiskju í bragðinu á brokkólí,“ segir Russell.

Erfðir og lyktarskyn eru samt ekki það eina sem stjórnar því hvernig þú upplifir bragð kóríander. Það spilar líka inn í hvort þú ert alin upp við ákveðið bragð og hvort þú ert einhæf/ur í matargerð. Þá geturðu átt von á því að líkami þinn bregðist við þegar þú smakkar ný brögð. Þú getur samt ekki breytt bragð- og lyktarskyninu þínu. Ef þú finnur sápubragð af kóríander, er það ekkert að fara að breytast þó þú borðir það á hverjum degi.

Heimildir: this.deakin.edu.au

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here