Mary Katherine er eiginkona, móðir og rithöfundur sem skrifaði Facebook-færslu sem fullt af fólki hefur tengt við og og hefur henni verið deilt víða.
Nýlega fór Mary Katherine til sálfræðings síns og hann sagði nokkuð sem lét hana brotna niður:
„Af hverju hatarðu sjálfa þig svona mikið?“
Hér er svo pistillinn í fullri lengd:
Ég hitti stelpu í partýi um síðustu helgi. Fyndnasta stelpa sem ég hef kynnst. Svo ég reyndi að vera fyndin líka.
Það gerði mig svo þreytta.
Ég sá eina mömmuna í skóla sonar míns í gær. Hún lét börnin sín vera með hollt nesti og þau raunverulega borðuðu það.
Svo ég reyndi að troða gulrótum og kjöthleif ofan í börnin mín í gærkvöldi. Þau grétu.
Það lét mér líða eins og ég væri misheppnuð.
Ég er að fylgja stelpu á Instagram. Ég hef þekkt hana árum saman. Hún hefur lést um 27 kg og hoppar upp og niður í bikiní-inu sínu án þess að finna fyrir hryllingi. Það er í rauninni ofurkraftur fyrir mér því þegar ég sest niður í sturtunni minni, og maginn minn rúllast yfir sjálfan í fellingum, líður mér eins og Michelin-manninum. Ég vil ekki vera með „curvy“ líkama.
Mér býður við ógeðslegu hlutunum sem ég segi við sjálfa mig.
Ég á vin sem gerir vinsæl myndbönd. Ég elska að gera myndbönd en þau hafa ekki orðið vinsæl. Stundum velti ég því fyrir mér hvort það sem ég er að birta sé bara heimskulegt og vandræðalegt.
Skömmin fær mig til að vilja hætta að skapa.
Það kemur kannski ekki á óvart en ég er í meðferð hjá sálfræðingi, mjög reglulega. Að hluta til af því ég er í ruglinu og að hluta til af því ég elska að tala og það er svo gott að hafa manneskju sem hlustar og er borgað fyrir að hlusta í klukkutíma, án þess að sýna minnstu merki um að honum leiðist.
Sjá einnig: 8 ráð fyrir þær sem eiga lata eiginmenn
Vanalega, kinkar sálfræðingurinn minn kolli og segir „mhm“ og spyr mig leiðandi spurninga. Í þessari viku sat sálfræðingurinn minn hljóður allan tímann. Ég sagði honum frá atvikinu með nestið og að mér liði eins og Michelin manninum og ég sagði honum frá heimskulegu myndböndunum. Þegar ég var búin, hallaði hann sér fram og lyfti annarri augabrúninni.
„Þú ert svo góð manneskja, MK. Þú virðist elska vini þína og hefur trú á þeim. Þú fagnar velgengni þeirra.“
Ég varð ánægð með þetta. Það er gott þegar einhver sér góðmennskuna í þér.
Svo hélt hann áfram: „En af hverju hatarðu sjálfa þig svona?“
„Oh andskotinn,“ muldraði ég og beygði mig fram og grét.
Hann hefur ekki rangt fyrir sér. Ég er að leggja sjálfa mig í einelti. Það sem ég er að segja við sjálfa mig er ömurlegt.
Ég leyfi mér ekki að finna fyrir hamingju. En … HVERS VEGNA EKKI?
Einu sinni heyrði ég Brene Brown spyrja fullan sal af mömmum hvað þær myndu hugsa þegar þær horfðu á eftir dætrum sínum á leiðinni á ball með „deitinu“ sínu. Hvað væri í huga okkar þegar við horfum á þau ganga hönd í hönd í átt að bílnum.
„Bílslys,“ svöruðum við, næstum samtaka.
„Dauði.“
Svolítið óhuggulegt, ég viðurkenni það.
… en ég er samt að tengja.
Það kemur upp úr krafsinu að hamingja er ógnvænleg tilfinning. Þegar við upplifum augnablik af hamingju og fegurð, þá er það eina sem heilinn okkar kann, er að undirbúa okkur undir brotlendingu.
Hvað gæti farið úrskeiðis? Hvernig getur þetta allt farið til fjandans? Hver er versta mögulega útkoman á þessum dásamlegu aðstæðum?
Við samgleðjumst vinum okkar í hamingju þeirra. Það er af því að þeirra hamingja er ekki „áhætta“ fyrir okkur, svo það er ekki ÓGNVÆNLEGT.
Sjá einnig: Frábær ráð fyrir brúðkaupið
Við tölum okkur sjálf niður því OKKAR hamingja er hreint og beint ógnvekjandi.
Ég meina, hvað myndi gerast ef við færum að trúa að við værum falleg? Hvað myndi gerast ef við fögnuðum okkar EIGIN hæfileikum? Ef við elskuðum líkama okkar og sál? Ef við leyfðum okkur að fljúga?
Stundum geta hlutir sem fljúga, brotlent. Og það er sárt. Svo ég býst við að það geti gerst.
Kannski er það þess vegna sem við, neitum okkur um að taka áhættu og vera hamingjusöm og segjum: „Neibb. Vertu kyrr. Nákvæmlega þarna. Það er drepleiðinlegt en öruggt. Ef þú trúir því nú þegar að þér muni mistakast, munu mistökin ekki vera jafn sár, ekki satt?“
Þegar ég fór úr sálfræðitímanum þessa vikuna gerði ég svolítið magnað. Ég skora á þig að gera það sama.
Ég eignaðist nýjan vin.
Hún heitir Mary Katherine og hún er bara mjög svöl. Hún er með fallegt bros og vanmetnar gáfur. Brandararnir hennar eru vandræðalegir en það er bara sætt. Hún er dýrmæt manneskja, þó ég segi sjálf frá.
Ég er að læra að kunna að meta hana.
Kannski mun henni, einn daginn, finnast hún vera elskuð.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.