„Af hverju má hrukkótt kona ekki vera með sítt hár?”

Konur sem komnar eru yfir miðjan aldur sæta oft miklum þrýstingi og liggja jafnvel undir ámæli fyrir það eitt að láta hárið vaxa. Þetta segir Lilja Sveinbjönsdóttir hárgreiðslumeistari og eigandi hárgreiðslustofunnar Hárgallerí í viðtali við lífsstílsvefinn Lifðu Núna, sem er helgaður störfum og áhugasviði fólks yfir fimmtugt.

Lilja segir einnig í viðtalinu að upp úr fimmtugu fari að bera á miklum þrýstingi í garð kvenna að láta klippa hárið stutt og að eldri konur sem láti hárið vaxa séu sagðar vera með of sítt hár fyrir þeirra aldusskeið. Þetta viðhorf byggir á fordómum í garð kvenna á efri árum að mati Lilju, sem segir einnig að konur á sínum efri árum eigi að hafa jafn fjölbreytt val og þær sem yngri eru um hárgreiðslur og hárstíl.

Sagan um konuna með síða hárið sem sneri sér við og var þá eins og sveskja í framan er lífsseig. Af hverju má hrukkótt kona ekki vera með sítt hár?

Viðtalið við Lilju er birtist á lífsstílsvefnum Lifðu Núna þann 21 ágúst sl. má lesa hér en ritstjórn tók saman nokkrar myndir af Pinetrest sem allar sýna á sinn máta hversu glæsilega eldri konur geta borið silfraðan makka sem fellur niður fyrir axlir.

b7f337168d81c5d0d4e4a11abb907303 7b152a02b944edc8bf906fe12644c39c 52febbc43c2c01f4eda9d628fbc4475e optLONG155597252.DpZS2Gue.shb60034 8e61d0934448e8f44b5f19c650dbd243 681f6c0e5c7d27185bd91bb1cae0c6b6 201211201413330155 7608d5d25a42a5d149f20deea820573c e5865f19b92ebc77aa3427b3f570ab16 e2ecd988d6d2cc61d9c9d095a9f38036 19efd3c9a9290ef79eff2fc94182ddfb e64d592c6a95678f3f2a7e7b5eb9184c de393fb49855a7038916ba9a02dd0ed0 25273071ac6482de58e1232738543aeb 9a6d12385a1b0a5100e99e62d97f7eea ff37354d07350e55b2c6bc9a604cb058 384b6075dfc02c393ce61a72d23d3b61 f5d1f7d2dccae4a954cec777b028dc4c 4c2e790eba77a779d8572c1936892722 1da8b29950e41662dc2275298e4ab8aa 900c785a6f2e05d72a446d3bc1423a33

 

SHARE