Konur sem komnar eru yfir miðjan aldur sæta oft miklum þrýstingi og liggja jafnvel undir ámæli fyrir það eitt að láta hárið vaxa. Þetta segir Lilja Sveinbjönsdóttir hárgreiðslumeistari og eigandi hárgreiðslustofunnar Hárgallerí í viðtali við lífsstílsvefinn Lifðu Núna, sem er helgaður störfum og áhugasviði fólks yfir fimmtugt.
Lilja segir einnig í viðtalinu að upp úr fimmtugu fari að bera á miklum þrýstingi í garð kvenna að láta klippa hárið stutt og að eldri konur sem láti hárið vaxa séu sagðar vera með of sítt hár fyrir þeirra aldusskeið. Þetta viðhorf byggir á fordómum í garð kvenna á efri árum að mati Lilju, sem segir einnig að konur á sínum efri árum eigi að hafa jafn fjölbreytt val og þær sem yngri eru um hárgreiðslur og hárstíl.
Sagan um konuna með síða hárið sem sneri sér við og var þá eins og sveskja í framan er lífsseig. Af hverju má hrukkótt kona ekki vera með sítt hár?
Viðtalið við Lilju er birtist á lífsstílsvefnum Lifðu Núna þann 21 ágúst sl. má lesa hér en ritstjórn tók saman nokkrar myndir af Pinetrest sem allar sýna á sinn máta hversu glæsilega eldri konur geta borið silfraðan makka sem fellur niður fyrir axlir.
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.