Þegar Rihanna fór að birta meira og meira ögrandi myndir af sér, fáklæddri á Instagram síðuna sína var aðgangnum hennar á endanum lokaður vegna myndar þar sem hún sýndi geirvörturnar á sér. Ákvörðun Instagram að draga línuna við kvenkyns geirvörtur en ekki einhverri af rassamyndunum sem Rihanna setti inn vakti upp reiði hjá mörgum í ljósi þess að myndir af karlkyns geirvörtum hafa ekki verið bannaðar.
Brjóst kvenna og karla eru ekki svo ólík í uppbyggingu. Bæði eru þau byggð úr brjóstavef og hafa geirvörtu. En svo virðist sem aðrar reglur gildi um sýnileika kvenna geirvörtur. Þeir sem muna eftir gamanþáttunum Friends hafa eflaust tekið eftir því að aðalleikkonurnar voru oftar en einu sinni í bolum þar sem geirvörturnar á þeim voru vel greinanlegar en aldrei litu þær dagsins ljós þrátt fyrir að áhorfendur hafi séð geirvörtur karl leikaranna oftar en einu sinni.
Bandaríkjamenn eru mun stífari þegar kemur að kvenkyns geirvörtum en Evrópubúar virðast hafa minni áhyggjur af því hvort kvenmenn séu berbrjósta eða ekki. Dóttir Demi Moore og Bruce Willis, Scout Willis gekk um götur New York borgar ber að ofan til að mótmæla þessum ákvörðunum Instagram að gera upp milla geirvarta kvenna og karla. Instagram hefur gengið svo langt í þessum málum að það þykir lítið vinsælt að setja myndir inn af kvennmanni gefa ungabarni brjóst.
Hér eru nokkrar myndir sem meðal annars Cara Delevigne og Liv Tyler hafa birt.
Kristín Helga er óumdeilanlega mesti Kardashian aðdáandi Íslands og nærliggjandi landa. Hennar heitasta ósk er að vera vinkona Khloe Kardashian.
Hún hefur áhuga á öllu mögulegu og þar á meðal að lesa og skrifa um fræga fólkið í Hollywood.