Af hverju það er gott að stunda kynlíf daglega – Nokkur atriði

Hrjáir streitan? Hefurðu miklar áhyggjur af ýmsu sem þarf að leysa? Hefurðu áhyggjur af heilsunni? Ef svo er ættirðu að spá í kynlífið sem er nú eitt það besta í lífinu.
Ertu ekki sammála?
Við ætlum að telja upp nokkur atriði sem eru ávinningur þess að stunda kynlíf og það daglega. 

 

1. Slappaðu af

Kynlíf slær á streituna.
Meðan á samförum stendur framleiðir líkaminn  dópamín sem er efni sem vinnur á streituhormóninu.  Í vísindariti í Bandaríkjunum (the Public Library of Science journal) var sagt frá rannsókn sem var gerð á rottum. Hún leiddi í ljós að karldýr sem stunduðu kynlíf reglulega voru síður kvíðin og óróleg en dýr sem gerðu það ekki.

 

2. Stórgóð líkamsæfing 

Það er líkamsæfing að standa í kynlífsathöfnum. Líffræðilegar  breytingar í líkamanum meðan á samförum stendur eru sambærilegar við það sem gerist  þegar fólk fer í æfingasalinn. Öndunin verður örari og fólk þreytist. Það er að brenna hitaeingum. Ef þú stundar kynlíf þrisvar á viku í korter hvert skipti ertu að brenna u.þ.b. 7.500 kaloríum á ári. Það jafngildir því að þú hafir hlaupið 120 km á árinu. Meiri öndun eykur súrefnið í fumunum og karlhormónið sem verður til við samfarir styrkir beinin og vöðvana.

 

3. Lækkar háan blóðþrýsting

Faðmlög og kynlíf geta bætt blóðþrýstinginn. Kynlíf lækkar blóðþrýsting (við neðri mörk).

 

4. Styrkir ónæmiskerfið

Ertu að berjast við kvef? Þá er kynlíf svarið því að það styrkir ónæmiskerfið.
Immunoglobúlin A, efni sem er lykilefni í baráttunni við flensu eykst við aukið kynlíf.

 

5. Þú lítur út fyrir að vera yngri

Sumir halda því fram að sá sem stundar kynlíf þrisvar í viku líti 10 árum yngri út fyrir bragðið. Áhrif kynlífs á öldrun hafa verið rannsakaðar og niðurstaðan er sú  að það sé einfaldlega hollt að stunda kynlíf.

 

6. Heilbrigt hjarta

Kynlíf hjálpar til við að brenna hitaeiningum en það bætir líka ástand hjartans.  Vísindamenn við rannsóknarstofnun í Nýja Englandi rannsökuðu áhrif kynlífs á hjartað og heilsu þess. Rannsónin sýndi fram á að karlar sem stunda kynlíf reglulega eru í mun minni hættu að fá hjartasjúkdóma en þeir sem ekki stunda kynlíf. Ekki var áhrif  kynlífs á hjartheilsu kvenna skoðað.

 

7. Dregur úr sársauka

Ertu með slæma höfuðverki og verki um líkamann? Þá er kynlíf svarið.

 

8. Eykur traust og styrkir böndin 

Við samfarir seytist hormónið  oxytocin (hríðarhormón) út í blóðið. Þetta hormón lætur fólk finna til gleði og ástar, það styrkir böndin og færir hjón nær hvort öðru.

9. Minnkar hættu á krabbameini  

Við reglubundið sæðislát minnka líkurnar á krabbameini í blöðruhálskirtli. Í rannsókn sem gerð var í Ástralíu kom í ljós að menn sem höfðu sáðlát 21 sinni í mánuði fengur síður krabbamein en hinir sem stunduðu kynlíf sjaldnar eða ekki. Fleiri rannsóknir sýna svipaðar niðurstöður.

10. Öflugri vöðvar

Við samfarir eru margir vöðvar notaðir. Þess vegna stykjast allir grindarvöðvarnir við reglubundið kynlíf.  Það styrkir líka blöðruna og meltinguna.
Hvort sem verið er að ræða það að styrkja vöðvana, brenna hitaeiningum eða bæta heilsu hjartans- þá liggur svarið í kynlífinu.

 

11. Verndar blöðruhálskirtilinn  

Meiri hluti þess vökva sem fellur til við sáðlát kemur út blöðruhálskirtlinum. Ef sáðlát hættir er þessi vökvi í kirtlinum sem þá fer að bólgna og valda miklum óþægindum. Reglulegt sáðlát hreinsar þennan vökva út og tryggir góða heilsu blöðruhálskirtilsins fram á elliár.

 

12. Auðveldar svefninn

Þegar þú hefur reynt mikið á þig og notið þín vel hlýtur þú að geta sofið vel! Og vissir þú að kynlíf gerir svipað fyrir líkamann og stífar æfingar. Hjartslátturinn sem jóks meðan á samförum stóð eykur afslöppunina eftir fullnægingu. Hver veit nema farið verði að ávísa kynlífi við svefnleyi! En það sem gerist er þetta:
– Þú getur slappað af með því að stunda kynlíf og ef maður er þegar orðinn þreyttur svæfir kynlíf mann hreinlega.

– Þegar menn fá sáðlát verða þeir þreyttir og syfjaðir.
13. Reglulegar blæðingar 

Kynlíf getur komið reglu á tíðahringinn. Það kemur reglu á hormónin sem aftur á móti kemur reglu á tíðahringinn. Kynlíf dregur úr streitu en streita er ein af ástæðum þess að konur hafa ekki blæðingar.

 

14. Kemur í veg fyrir risvanda 

Helmingur allra karla sem eru komnir yfir fertugt eiga við risvanda að stríða og allir ungir menn óttast að dag einn lendi þeir í þessu. Best lyfið við getuleysi er ……kynlíf. Við standpínu flæðir blóðið um liminn og vefurinn heldur heilbrigði sínu. Auk þess bera læknar ris saman við líkamsæfingar og þvi meira sem maður æfir sig þeim mun hæfari verður maður.

15. Lengir lífið

Heilbrigt hjarta, öflugri vöðvar, meira súrefni og hamingja er sumt af því sem glæðir ár okkar lífi og bætir árum við líf okkar.

 

16. Heilbrigðara sæði

Ef þú ert að reyna að verða barnshafandi er gott að vita að tíðar samfarir auka  sæðismagnið og halda því heilbrigðu.     

 

 

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here