Te & Kaffi, sem stofnað var af þeim Sigmundi Dýrfjörð og Berglindi Guðbrandsdóttur, fagnaði 30 ára starfsafmæli í apríl í þessu ári.
„Við erum búin að halda upp á afmælið með ýmsum uppákomum frá því við áttum afmæli, við gáfum meðal annars út afmælisbók sem segir sögu fyrirtækisins í máli og myndum,“ segir Ása Ottesen markaðsfulltrúi Te & Kaffi. „Við opnuðum líka nýja heimasíðu og hófum sölu á Kaffi Gull, sem er fyrsta blanda Te & Kaffi og hefur lengi verið ófáanleg.
Seinasta uppákoman var afmæli sem haldið var í verslun Te og Kaffi á Laugaveginum laugardaginn 16. ágúst: „Við buðum öllum gestum upp á afmælisköku 0g smakk af frappó og íste. Svo fengum við snillingana Ómar og Óskar til þessa að leika ljúfa jazztóna af sinni alkunnu snilld. Mega bongó bandið Bangoura enduðu svo afmælisveisluna með taktföstum trumbuslætti og það ætlaði hreinlega allt um koll að keyra,“ segir Ása Ottesen að lokum.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.